fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Rúnar svarar gagnrýni á landsliðið -,,Auðvitað hefur þetta áhrif á okkur“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 13. júní 2022 21:57

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu var að vonum svekktur með jafnteflið við Ísrael í Þjóðadeildinni í kvöld. Tilfinning hans segir honum að boltinn hafi ekki farið yfir marklínuna í seinna marki Ísraela og þá svaraði gagnrýnendum liðsins í viðtali eftir leik kvöldsins.

,,Þetta eru bara erfiðustu úrslit sem ég hef upplifað mjög lengi. Mér finnst við gera alveg miklu meira en nóg til þess að fá meira úr þessum leik,“ sagði Rúnar í sameiginlegu viðtali við 433.is og Fotbolti.net eftir leik.

video
play-sharp-fill

,,Fyrra markið hjá þeim er óheppni, auðvitað getum við gert meira til að stoppa þetta en bara óheppni. Svo skora þeir mark sem að var kannski ekki mark og það er ótrúlega leiðinlegt að tapa stigum á þann hátt, með mögulega ekki marki.“

Tilfinning Rúnars var að hann hefði gert nóg til þess að koma í veg fyrir seinna mark Ísraela þar sem þurfti að notast við myndbandsdómgæslu til þess að dæma um atvikið.

,,Mér fannst ég hafa náð að koma í veg fyrir markið. Ég er í hreyfingu að elta boltann, ég veit að ég enda inn í markinu en ég næ að setja fótinn út og það er ekki eins og ég sé með stuttar lappir. Ég held að þetta væri bara góð varsla og áfram með smjörið en svo var þetta dæmt mark.“

Hann segir biðina eftir niðurstöðu dómarans hafa verið stressandi.

,,Ég upplifi þetta alltaf þannig að því lengri sem biðin er því líklegra er að ákvörðunin verði gegn manni. Ég varð stressaður og svo var þetta eins og að fá rýting í hjartað þegar að dómarinn benti á miðjupunktinn.“

Rúnar segir margt jákvætt í leik íslenska liðsins í kvöld.

,,Við þorðum að pressa í fyrri hálfleik og byrjum leikinn á okkar forsendum. Skorum gott mark og fáum færi til að stækka bilið. Við sýndum líka karakter þegar að þeir jafna leikinn. Nú þurfum við bara að fínpússa leik okkar til að ná þremur stigum.“

,,Það er ekkert gaman að standa hérna og hrósa liðinu eftir jafnteflisleik, við viljum þessa þrjá punkta fyrir okkur, teymið og íslensku þjóðina. Það eru einhverjir á móti okkur og einhverjir með okkur en ég held að langflestir vilji mæta á völlinn og styðja okkur og vonandi fara með okkur á stórmót aftur.

Hann var þá spurður út í gagnrýnina sem hefur gert vart um sig í tengslum við íslenska landsliðið og áhrif hennar á liðið.

,,Það hefur verið rosalega gott að vera með þennan hóp, við höfum getað stutt við bakið á hvor öðrum og erum bara orðnir samheldnari ef eitthvað er. Þetta hefur búið til betri einingu hjá okkur.“

,,Auðvitað hefur þetta áhrif á okkur en fyrir þá sem að segja að við séum í fýlu eða eitthvað: komið á hótelið, sjáið hvað það er gaman hjá okkur. Úrslitin koma, ég veit það. Við þurfum bara tíma til þess að móta liðið, búa til þennan kjarna líkt og gullkynslóðin fékk á sínum tíma.“

,,Það er bara ein leið og það er fram á við,“ sagði Rúnar Alex í viðtali eftir leik Íslands og Ísrael í kvöld

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði

Norðurlandafundur fór fram á Íslandi – Heimsóttu Bessastaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Fokking Vestfirðir maður“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze
433Sport
Í gær

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Í gær

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
Hide picture