fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Lars Lagerback um íslenska liðið og mikilvægan leik – Tjáði sig um ákvörðun Arnars

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 13. júní 2022 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sem vann sig inn í hjörtu þjóðarinnar fyrir nokkrum árum er einn af sérfræðingum Viaplay í kringum leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeild UEFA sem fer fram á Laugardalsvelli í kvöld.

Fyrir leikinn í viðtali við Gunnar Ormslev sagði Lars að aðstæðurnar sem Arnar Þór, landsliðsþjálfari Íslands þarf að glíma við núna með ungan hóp sé líkt því sem Lars og Heimir þurftu að eiga við:

,,Þetta er að mörgu leyti svipað. Við unnum með nokkrum ungum leikmönnum þegar við komum inn, þó ekki jafnmörgum og Arnar þarf að vinna með. En að öðru leiti er þetta nokkuð svipað.

Um Birki Bjarnason hafði Lars þetta að segja:

,,Hann er enn mjög mikilvægur fyrir liðið með sína reynslu og ákvarðanatöku án bolta. En ef  liðið er ekki að spila vel þá er erfitt fyrir leikmann eins og hann að gera vel. Birkir er snjall leikmaður og er enn þrátt fyrir sinn aldur mikilvægur leikmaður.“

Lars kom inn sem ráðgjafi í teymi Arnars Þórs með landsliðið en hlutirnir gengu ekki upp. Arnar tók ákvörðun um að binda endi á það samstarf:

,,Það var Guðni sem stakk upp á því að ég kæmi inn í þetta sem nokkurs konar mentor og ég talaði svo við Arnar eftir það og ákveðið var að kýla á þetta. Eftir fyrstu landsliðsverkefnin ákvað Arnar að þetta væri ekki að ganga upp. Ég hefði viljað koma meira að þessu en Arnar vildi gera þetta svona og ég að sjálfsögðu virði þá ákvörðun.“

Hann telur Ísak Bergmann með mest spennandi leikmönnum Íslands:

,,Ég þekki Ísak nokkuð vel. Ég tel hann spennandi leikmann sem og Andra Lucas Guðjohnsen. En Ísland hefur yfir að skipa mörgum efnilegum leikmönnum en liðið þarf að stíga upp í kvöld og þá á liðið góðan möguleika á að vinna riðilinn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar