fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fókus

Snorri segir Daily Mail hvernig það er að vinna í Bláa Lóninu – „Fólk hefur hreinlega tárast“

Fókus
Þriðjudaginn 7. júní 2022 22:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Már Gunnarsson er einn þeirra sem segja frá því á ferðavef Daily Mail hvernig er að vinna á heimsfrægum ferðamannastað. Snorri Már vinnur í Bláa Lóninu og er það sem kallast „greeter“ og er það hlutverk hans að tryggja að gestir eigi þar ógleymanlega upplifun.

Daily Mail birti í dag umfjöllun með viðtölum við starfsfólk á ekki ómerkari stöðum en óperuhúsinu í Sidney, Níagrafossum og klukkuturninum í London. Og síðan Bláa Lóninu.

„Ég hef orðið vitni að margs konar viðbrögðum á tíma mínum hér,“ segir Snorri Már. „En í mestu uppáhaldi er þegar fólk hefur beðið eftir því alla sína ævi að koma í Bláa Lónið og þegar það gengur ofan í vatnið taka tilfinningarnar völdin og fólk hefur hreinlega tárast,“ segir hann.

Snorri Már er 26 ára gamall og er það hluti af starfslýsingunni hans að fara í lónið á hverri vakt sem er heldur öfundsvert hlutskipti.

Hann starfaði áður hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli en segir starfið í Bláa Lóninu veita tækifæri til að tengjast gestum betur.

Meðal þess sem hann gerir er að deila fróðleiksmolum með gestum og hjálpa þeim að taka myndir fyrir minningabankann.

Og klukkan tvö daglega heldur hann fræðsluerindi fyrir gesti í Lóninu.

„Við reynum þá að safna saman eins mörgum gestum og mögulegt er og segjum frá sögu Lónsins og þróun þess, sjálfbærni, landafræði Íslands og jafnvel smávegis af þjóðsögum. Við höldum stutta kynningu og henni er fylgt eftir með því að svara spurningum gesta sem getur leitt af sér mjög líflegar samræður,“ segir hann.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að koma með bónorðið í Bláa Lóninu þá er Snorri rétti maðurinn til að tala við.

„Eitt af því skemmtilegasta sem ég veit er að hjálpa til við að skipuleggja sérstakar beiðnir, svo sem bónorð. Við skoðum þá hvernig við getum dulbúið bónorðið sem myndatöku eða annan óvæntan viðburð í Lóninu þannig að sá eða sú sem á að biðja gruni ekkert!“

Hér má sjá greinina í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“
Fókus
Í gær

Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni

Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Reglurnar í villtu „lífsstílspartýjunum“ sem allir þurfa að fylgja

Reglurnar í villtu „lífsstílspartýjunum“ sem allir þurfa að fylgja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu