fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Hörður var við öllu búinn í gær ef unnustan hefði farið af stað – Eiga von á sínu öðru barni

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 12:00

Hörður Björgvin í leiknum í gærkvöldi Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Björgvin Magnússon, varnarmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu mun ekki ferðast með liðinu í komandi verkefni liðsins sem er æfingarleikur gegn San Marínó á útivelli. Hörður og unnusta hans, Móeiður Lárusdóttir eiga von á öðru barni sínu á næstu dögum.

Í viðtali eftir leik  gegn Albaníu í Þjóðadeild UEFA í gær Hörður frá því að hann hafi verið með einstakling tilbúinn á vellinum til þess að koma skilaboðum áfram ef hlutirnir myndu þróast þannig að komið væri að fæðingu barnsins á meðan á leiknum stóð.

Skilaboðum hefði þá verið komið áfram á þjálfarateymið sem hefði þá geta brugðist við með því að taka Hörð af velli svo hann gæti verið viðstaddur fæðingu barnsins.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins var spurður að því á blaðamannafundi eftir leik gærkvöldsins hvort hann myndi gera breytingar á landsliðshópnum fyrir æfingaleikinn gegn San Marínó. Arnar greindi þá frá því að Hörður yrði eftir hér á landi sökum þess að von væri á fæðingu barns í fjölskyldunni á næstu dögum.

Í morgun var síðan greint frá því að nokkrar breytingar hafi verið gerðar á leikmannahópi landsliðsins  fyrir vináttuleikinn við San Marínó. Birkir Bjarnason, Hörður Björgvin Magnússon og Alfons Sampsted fara ekki með liðinu til San Marínó og Bjarki Bjarkason færist í U21 landsliðið.

Inn í hópinn fyrir leikinn við San Marínó koma Jason Daði Svanþórsson, Damir Muminovic og Höskuldur Gunnlaugsson úr Breiðabliki, og Júlíus Magnússon úr Víkingi R.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester
433Sport
Í gær

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“

Opnar sig um meiðsli liðsfélagans – „Það er mikil blóðtaka fyrir okkur“
433Sport
Í gær

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Í gær

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum

Skoðar stöðu sína eftir samþykkt tilboð – Furðaði sig á fréttaflutningi um málið á dögunum
433Sport
Í gær

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze