fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Þjóðadeildin: Ronaldo með tvö í stórsigri – Haaland í stuði í nágrannaslag

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. júní 2022 20:57

Cristiano Ronaldo Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi leikja fór fram í Þjóðadeild UEFA í dag og kvöld.

Í riðli 2 í A-deild tók Portúgal á móti Sviss og vann 4-0 sigur. Cristiano Ronaldo gerði tvö mörk fyrir Portúgal. Hin mörkin skoruðu þeir William Carvalho og Joao Cancelo.

Í hinum leiknum í riðlinum tók Tékkland á móti Spáni. Jakub Pesek kom Tékkum yfir snemma leiks en Gavi jafnaði rétt fyrir hálfleik. Á 66. mínútu kom Jan Kuchta Tékkum yfir á nýjan leik en Inigo Martinez gerði jöfnunarmark Spánverja í lok leiks.

Portúgalir og Tékkar eru með fjögur stig á toppi riðilsins, Spánverjar eru í þriðja sæti með tvö stig og Sviss án stiga á botninum.

Í B-deild, deild okkar Íslendinga, var leikið í riðli 4. Serbía vann Slóveníu 4-1 í öðrum leiknum og Noregur vann Svíþjóð 1-2 í hinum. Erling Braut Haaland gerði bæði mörk Norðmanna.

Noregur er á toppi riðilsins með sex stig, Serbar og Svíar koma þar á eftir með þrjú og Slóvenar eru á botninum án stiga.

Erling Braut Haaland.

Í C-deild var leikið í riðlum 2 og 4. Í riðli 2 gerðu Kýpur og Norður-Írland markalaust jafntefli í öðrum leiknum en Grikkir unnu Kósóvó 0-1 í hinum. Grikkir eru á toppi riðilsins með sex stig og Kósóvó er í öðru sæti með þrjú stig. Norður-Írar og Kýpverjar eru svo með eitt stig hvort.

Í riðli 4 vann Georgía 2-5 sigur á Búlgaríu í öðrum leiknum en Norður-Makedónía vann 0-2 sigur á Gíbraltar í hinum. Georgía er á toppi riðilsins með sex stig, Norður-Makedónar eru í öðru sæti með 4 stig, Búlgarar í því þriðja með eitt stig og Gíbraltar á botninum án stiga.

Loks fór fram einn leikur í riðli tvö í D-deild. Þar vann Malta 0-2 sigur á San Marínó. Eistar eru á toppi þessa riðils sem telur þrjú lið. Maltverjar eru í öðru sæti með þrjú stig og San Marínó rekur lestina.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu

Sjáðu atvikið uppi á Skaga í kvöld – Axel Óskar rekinn í sturtu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu

Þetta er upphæðin sem Ronaldo hefur þénað í Sádí-Arabíu
433Sport
Í gær

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift

Einn sá launahæsti í heimi fær samningi sínum í Sádí rift
433Sport
Í gær

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai