fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Ten Hag fær meira rými til þess að athafna sig á markaðnum – Nýjustu fréttir leggja grunninn að félagsskiptum

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 3. júní 2022 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United fær enn meira svigrúm til þess að koma handbragði sínu á liðið í gegnum félagsskiptagluggann eftir nýjustu fregnir frá félaginu um brotthvarf nokkurra leikmanna. Búist er við því að um 50 milljónir punda losni með því að koma kostnaði, við laun þeirra leikmanna sem búist er við að yfirgefi félagið, frá.

Framundan eru miklar breytingar á leikmannahópi Manchester United eftir dapurt tímabil. Erik ten Hag var ráðinn inn og mun fá mikið frelsi til þess að setja sitt handbragð á það hvernig lið Manchester United mun líta út næstu tímabil. Nýjustu fregnir frá breska vefmiðlinu Mirror herma að 50 milljónum punda losni hjá Manchester United hvað launakostnað varðar gangi áætlanir félagsins um brotthvarf leikmanna eftir.

Þetta kemur að mestu til vegna brotthvarfa nokkurra leikmanna úr hópi Manchester United. Munar þar miklu á launakostnaði sem hverfur vegna nýtilkynntra brotthvarfa Paul Pogba, Juan Mata sem og Jesse Lingard.

Þá hefur Lee Grant kvatt Old Trafford, Nemanja Matic hefur ákveðið næstu skref án Manchester United og Edinson Cavani er á förum frá félaginu. Þá eru uppi vangaveltur um framtíð leikmanna á borð við Aaron Wan-Bissaka, Phil Jones, Eric Bailly, Axel Tuanzebe sem og Anthony Martial sem hefur ekki tekist að heilla á láni hjá Sevilla.

Þrátt fyrir að margir hverjir af þessum leikmönnum verði ekki seldir fyrir stórar upphæðir greinir Mirror frá því að stórt bil myndist með lækkandi launakostnaði fyrir Manchester United til þess að athafna sig betur á félagsskiptamarkaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Arsenal kaupir danska miðjumanninn

Arsenal kaupir danska miðjumanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja

Líklegt byrjunarlið í lokaleik Íslands – Færri breytingar en einhverjir vilja
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vaknaði og fór að hágráta vegna Jota – ,,Svo ótrúlega sársaukafullt“

Vaknaði og fór að hágráta vegna Jota – ,,Svo ótrúlega sársaukafullt“