fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Svarar fólki fullum hálsi sem segir hann hafa djammað of mikið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish hefur skemmt sér hressilega undanfarna daga eftir að hafa unnið Englandsmeistaratitilinn með Manchester City. Hann var áberandi þegar liðið fagnaði saman með stuðningsmönnum sínum daginn eftir leik. Eftir það skellti Grealish sér svo til Ibiza þar sem hann djammði vel.

Margir hafa sagt enska landsliðsmanninn fagna aðeins og vel. Hann svaraði því í viðtali við Mirror. 

„Ég veit að fólk var að segja í síðustu viku að ég hafi fagnað aðeins of mikið. En ég var að vinna úrvalsdeildina. Þetta var draumur að rætast. Af hverju má ég ekki fara í frí?“ sagði Grealish.

Grealish er nú kominn til móts við enska landsliðið. Það býr sig undir leiki í Þjóðadeildinni gegn Ungverjalandi, Þýskalandi og Ítalíu. „Það eru menn í þessum hópi sem fóru til Vegas, Ibiza, Marbella og á þessa staði. Enginn segir neitt en það er gert ef ég á í hlut.“

„Ég er að gera það sem ég hef elskað alla tíð. Ég er dýrasti breski leikmaður allra tíma en ég er líka Jack frá Solihull sem fjölskylda mín og vinir þekkja. Ég mun alltaf muna það, sama hvað einhver segir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“