fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Höddi Magg ræðir brottrekstur sinn á einlægan hátt – „Ég var langt niðri mjög lengi“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 11:30

Höddi Magg var heiðarlegur í sinni nálgun í spjalli við Chess after dark menn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli árið 2019 þegar Hörður Magnússon var rekinn úr starfi sem íþróttafréttamaður hjá Sýn. Hörður hafði í tæp tuttugu ár verið afar farsæll í starfi.

Hörður ræðir brottrekstur sinn á einlægan hátt í hlaðvarpsþættinum Chess after dark. Hörður hafði á Stöð2 Sport séð um umfjöllun í efstu deild karla.

Hörður hafði verið andlit efstu deildar hjá rétthafanum og notið mikilla vinsælda í starfi. „Ég ætla ekki að tjá mig um það sem Stöð2 Sport er að gera núna, mér finnst miðað við þann standard sem var búið að setja síðustu árin þá hefði maður viljað að þeirri vinnu yrði haldið áfram á svipuðu róli. Það hefur verið ákveðið að fara aðrar leiðir,“ segir Hörður um stöðu mála hjá stöðinni í dag.

Þeir félagar í Chess after dark fóru þá að ræða brottreksturinn og hvernig hann bar að.

„Ég er ekki rétti maðurinn til að svara því, ég hef ekkert tjáð mig um þennan brottrekstur. Hann kom mér í opna skjöldu á þessum tíma, í ljósi samræðna við yfirmann og aðra. Þórhallur Gunnarsson hafði tekið við, ég veit það ekki. Ég er ekki rétti maðurinn til að svara því, ég var langt niðri mjög lengi. Það er enginn ómissandi, maður hafði lagt hjarta og sál í starfið í tuttugu ár,“ segir Hörður.

Hörður Magnússon.
© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

„Ég naut mín ofboðslega í íslenska boltanum og ritstýra því, gera það sem ég vildi sjá sjálfur. Við vorum alltaf að reyna að bæta okkur þar.“

Hörður segir að brottreksturinn hafi borið að rétt fyrir sumarfrí hans og hann hafi ekki fengið tækifæri til að kveðja félaga til margra ára.

„Eina sem maður hefði viljað gera var að kveðja sitt fólk, maður fékk ekki tækifæri til þess. Ég var kallaður inn á leið í sumarfrí og látin skrifa undir starfslokasamning á þremur mínútum, ég hef ekki komið þarna inn aftur. Samstarfsfélagar til margra ár sem ég hef ekki hitt, það er rosalega erfitt.“

Vilhelm Gunnarsson © 365 ehf / Vilhelm Gunnarsson

Hörður segir að standa hefði mátt betur að málum. „Ég sjálfur gerði mér grein fyrir því að ég ætlaði ekki að vera eilífur með Pepsi mörkin, það hefði mátt standa betur að þessu. Menn hefðu mátt koma hreinna fram, þetta spillir þessum tuttugu árum.  Þegar svona gerist á þennan hátt, þá lítur þú öðrum augum á það sem gerðist.“

„Lífið er svona, þetta gerist. Það tók mig ár að jafna mig, þetta var þyngra en ég bjóst við. Engar útskýringar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær

Sjáðu þegar Messi brjálaðist í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram

ÍBV henti KR úr bikarnum – Mosfellingar og Keflvíkingar áfram
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United

Ofurtölvan stokkar spilin þegar tveimur umferðum er ólokið – Skelfileg niðurstaða Manchester United
433Sport
Í gær

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
433Sport
Í gær

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn

Einn besti leikmaður Tottenham ekki getað æft og er tæpur fyrir úrslitaleikinn