Sadio Mane ætlar sér að fara frá Liverpool í sumar og er búist við að hann gangi í raðir FC Bayern. Þýska blaðið Bild skrifar um málið í dag.
Þar segir einnig að PSG sé tilbúið að kaupa Mane og borga honum miklu hærri laun en þýska stórliðið.
Bild segir hins vegar að Mane vilji ólmur fara til Bayern þar sem hann verður skærasta stjarna stórliðsins.
Mane hefur verið í sex ár hjá Liverpool en hefur ekki náð samkomulagi við Liverpool um nýjan samning.
Bild segir að Bjorn Bezemer umboðsmaður Mane muni láta Liverpool vita innan tíðar að Mane vilji fara og að Jurgen Klopp muni samþykja þá óska framherjans.
Mane þénar um 5 milljónir punda á ári hjá Liverpool en Bayern er sagt tilbúið að greiða honum 17 milljónir punda á ári.