fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Sjáðu þegar stuðningsmenn voru beittir táragasi í París í gær

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 29. maí 2022 16:54

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn Liverpool eru margir hverjir ósáttir við framferði lögreglu- og vallarstarfsmanna í París er þeir reyndu að komast á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Stade de France leikvangnum í gær.

Úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni var frestað um 35 mínútur en leikurinn átti upphaflega að hefjast klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real Madrid.

Að sögn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, var ástæðan fyrir seinkuninni sú að stuðningsmenn Liverpool höfðu ekki skilað sér á völlinn á tilsettum tíma. Myndbönd af lögreglumönnum að beita táragasi á stuðningsmenn hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum frá því í gær.

Framkoma Uefa og lögreglunnar í garð stuðninngsmanna var algjörlega til skammar,“ sagði Tom Whitehurst í samtali við BBC. Whitehurst segist hafa þurft að koma fötluðum syni sínum úr vegi eftir að þeir voru beittir piparúða.

Stuðningsmenn voru beittir piparúða og óeirðalögregla réðst með skjöldum á fólk sem stóð í röð og mætti tveimur og hálfum tíma fyrir leik.“

Framkoman til fyrirmyndar samkvæmt lögreglu

Chris Green, aðstoðarlögreglustjórinn á Merseyside-svæðinu sagði að samkvæmt athugunum undirmanna sinna hafi framkoma langflestra stuðningsmanna verið til fyrirmyndar, þeir hafi mætt snemma og beðið í röð samkvæmt fyrirmælum.

Þeirra athuganir verða sendar til tilheyrandi yfirvalda sem hluti af skýrslatökunni fyrir leikinn.“

Henry Winter, fótboltastjóri á The Times segir að það hafi ríkt „algjör óreiða og við erum heppinn að vera að ræða viðburðinn en ekki meiriháttar hamfarir.“

Hann segir að UEFA hafi logið um seinkun stuðningsmanna og að þeir stuðningsmenn Liverpool sem voru í stúkunni „hafi baulað þegar tilkynnt var að leiknum hefði verið frestað þeirra vegna – þeir vissu hvað væri að gerast fyrir utan völlinn.“

Það fór allt úr böndunum vegna framferði lögreglumanna – þeir voru að leiða stuðningsmenn á smærri og smærri svæði,“ sagði Winter og bætti við að skipulagning, framkoma lögreglunnar og léleg öryggisgæsla hafi verið til vandræða.

Billy Hogan, framkvæmdastjóri Liverpool, sagði í dag að öryggisgæslan hefði verið til skammar sem og framkoman í garð stuðningsmanna félagsins en greint var frá því í gær að félagið hefði kallað eftir rannsókn á atburðum gærdagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Í gær

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða