fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Tveir sex marka leikir – Sterkur sigur Grindvíkinga á Fylki

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 28. maí 2022 16:06

Kristófer Páll skoraði í síðasta leik. Mynd: Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag.

Grótta tók á móti nýliðum KV sem var enn án stiga. Kjartan Kári Halldórsson kom heimamönnum yfir með marki af vítapunktinum á 24. mínútu. Tæpum stundarfjórðungi síðar skoraði hann sitt annað mark og kom Gróttu í 2-0. Rétt eftir þetta skoraði Óliver Dagur Thorlacius þriðja mark Gróttu áður en Grímur Ingi Jakobsson minnkaði muninn fyrir KV skömmu fyrir leikhlé. Patryk Hryniewicki í liði gestanna fékk rautt spjald eftir rúma klukkustund og fékk dæmt á sig víta í þokkabót. Staðan orðin svört fyrir Vesturbæinga. Kjartan Kári fór á punktinn og fullkomnaði þrennuna. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks fékk KV víti en Oddur Ingi Bjarnason mistókst að minnka muninn af punktinum. Sigurður Hrannar Þorsteinsson innsiglaði svo 5-1 sigur Gróttu með marki á 85. mínútu.

Grótta er í öðru sæti deildarinnar með níu stig. KV er á botninum án stiga.

Það var einnig markaleikur fyrir vestan þar sem Vestri tók á móti Þór. Harley Willard kom Þórsurum yfir á 12. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Nicolaj Madsen fyrir heimamenn. Vestri komst svo yfir skömmu síðar þegar Aron Birkir Stefánsson setti boltann í eigið net. Skömmu fyrir leikhlé jafnaði Nikola Kristinn Stojanovic metin fyrir gestina. Harley Willard skoraði sitt annað mark þegar stundarfjórðungur lifði leiks og kom Þór í 2-3. Chechu Meneses bjargaði hins vegar stigi fyrir Vestra með marki á 90. mínútu.

Þór er í áttunda sæti með fimm stig, jafnmörg og Vestri sem er sæti neðar á markatölu.

Grindavík og Fykir mættust þá á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Úr varð fremur bragðdaufur leikur. Kristófer Páll Viðarsson, sem kom til Grindvíkinga frá Reyni Sandgerði á dögunum, gerði eina mark leiksins á 57. mínútu. Lokatölur 1-0.

Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með átta stig, stigi meira en Fylkir sem er sæti neðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda

United getur keypt hann á 15 milljónir punda – Real Madrid tilbúið að borga 50 milljónir punda
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telja ástandið í Kópavogi mjög slæmt en segja – „Trúðarnir á RÚV sýndu það ekki nógu vel“

Telja ástandið í Kópavogi mjög slæmt en segja – „Trúðarnir á RÚV sýndu það ekki nógu vel“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnuðu dýrustu stúku enska boltans – Sundlaug og útsýni yfir London

Opnuðu dýrustu stúku enska boltans – Sundlaug og útsýni yfir London
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“

Pálmi í sjokki eftir fréttirnar úr Reykjavík í gær: Katrín blandar sér í málið – „Dýraníð já, íþróttastarf fyrir börn nei“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni
433Sport
Í gær

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Í gær

Inter til í að skera United úr snörunni

Inter til í að skera United úr snörunni