fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Hjörtur og félagar marki undir fyrir seinni úrslitaleikinn

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 26. maí 2022 20:54

Hjörtur í leik með íslenska landsliðinu í Arlington, Texas. (Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa eiga enn möguleika á að leika í Serie A á næstu leiktíð eftir 2-1 tap gegn Monza í fyrri leik liðanna um laust sæti í efstu deild ítalska boltans í kvöld.

Hjörtur lék allan leikinn í vörninni. Danny Mota kom heimamönnum í Monza í forystu á níundu mínútu og Christian Gytkær virtist hafa farið langleiðina með að tryggja sínum mönnum sigur í einvíginu þegar hann skoraði annað mark Monza á 74. mínútu.

Filippo Berra hélt hins vegar lífi í einvíginu með því að minnka muninn í 2-1 á þriðju mínútu uppbótartíma.

Seinni úrslitaleikur liðanna fer fram á sunnudaginn á heimavelli Pisa sem þurfa að vinna með meira en einu marki til að leika í ítölsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi