fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fókus

Þetta er ekki hundur

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. maí 2022 20:30

Þetta er ekki hundur - Mynd/Zeppet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Japanskur maður að nafni Toko segir að nú sé draumur hans um að verða fjórfætt dýr loksins uppfylltur. Toko er ekki raunverulega búinn að breyta sér í dýr en hann er búinn að kaupa afar raunverulegan hundabúning. Búningurinn kostaði alls tvær milljónir japanskra jena, sem gera rétt rúmlega tvær milljónir í íslenskum krónum.

Maðurinn pantaði búninginn hjá fyrirtækinu Zeppet en alls tók það fyrirtækið 40 daga að búa til búninginn. Afraksturinn er sá að þegar Toko klæðist búningnum þá líkist hann mjög Collie hundi með alltof langa fætur.

„Ég valdi Collie tegundina því þannig er búningurinn raunverulegur þegar ég er í honum. Ég hugsaði að stórt dýr sem er svipað mér í stærð væri gott – þar sem ég vildi fá raunverulegan búning,“ segir Toko með myndum sem hann birti á netinu.

Þá hefur Toko einnig birt myndband af sér í búningnum og voru netverjar með mismunandi skoðanir á búningnum. Einhverjir hrósuðu honum og sögðu að hann væri frábær en aðrir sögðu að hann væri ónáttúrulegur. „Það er sama hvað þú eyðir miklum peningum, þú verður aldrei raunverulegur hundur,“ segir til að mynda einn netverji um búninginn.

Toko virðist þó vera afar ánægður með búninginn. Hann þakkar fyrirtækinu sem framleiddi hann með myndbandi sem hann birti af sér í búningnum á Twitter. Í því sést hann rúlla sér um á gólfinu í búningnum,

„Ég pantaði búning! Þökk sé ykkur gat ég uppfyllt draum minn um að verða að dýri!“

Skjáskot/YouTube
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

FókusMatur
Fyrir 3 klukkutímum
Þetta er ekki hundur

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“

Eva heimsótti ömmu sína á fæðingardeildina – „Ætli það sé ekki svolítið spes“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“

Jólagestir féllu misvel í kramið hjá áhorfendum – „Langar mest að labba út“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reynir að tortíma mannkyninu

Reynir að tortíma mannkyninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Unnur Óla frumsýndi nýjan kærasta á Vitringunum 3

Unnur Óla frumsýndi nýjan kærasta á Vitringunum 3
Fókus
Fyrir 4 dögum

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn

Margrét Sól: Sagði upp verkfræðistarfinu hjá Össuri til að elta drauminn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill búinn í áfengismeðferð – Svona lýsir hann upplifuninni

Simmi Vill búinn í áfengismeðferð – Svona lýsir hann upplifuninni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð