fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

Mjólkurbikar karla: Magnaður sigur Njarðvíkinga á grönnum sínum – KR skellti Stjörnunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 21:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum lauk nýlega í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Bestu deildarlið Keflavíkur tók á móti 2.deildarliði Njarðvík í nágrannaslag. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun. Kenneth Hogg kom gestunum yfir á þriðju mínútu. Magnús Þórir Matthíasson tvöfaldaði forystuna svo þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Patrik Johannesen minnkaði muninn fyrir Keflvíkinga á 43. mínútu með marki af vítapunktinum. Magnús Þórir skoraði sitt annað mark eftir rúman klukkutíma leik og kom Njarðvík í 1-3. Oumar Diouck innsiglaði svo 1-4 sigur þeirra í blálok leiksins. Magnaður sigur C-deildarliðsins.

Oumar Diouck gerði eitt í kvöld. Mynd: KF

Stjarnan tók á móti KR í stórleik. Hallur Hansson kom gestunum yfir strax á 5. mínútu. Atli Sigurjónsson tvöfaldaði forystuna eftir rúman hálftíma leik þegar skot hans fór af varnarmanni Stjörnunnar og í netið. Stjarnan tók aðeins við sér í seinni hálfleik og fékk nokkur færi. Það var hins vegar KR sem innsiglaði sigurinn með marki Arons Þórðar Albertssonar á 83. mínútu.

Steven Lennon skoraði tvö.
© 365 ehf / Eyþór

FH tók á móti 3. deildarliði Kára. Heimamönnum tókst ekki að brjóta ísinn í fyrri hálfleik þrátt fyrir yfirburði. Það gerðu þeir þó eftir tíu mínútur í seinni hálfleik þegar steven Lennon skoraði. Það var svo ekki fyrr en á 87. mínútu sem annað markið kom en það gerði Björn Daníel Sverrison. Steven Lennon innsiglaði svo 3-0 sigur FH í uppbótartíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Ef við erum ekki allir klárir geta þeir refsað“

„Ef við erum ekki allir klárir geta þeir refsað“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndasyrpa af æfingu landsliðsins í Laugardalnum – Arnar að undirbúa mikilvæga leiki

Myndasyrpa af æfingu landsliðsins í Laugardalnum – Arnar að undirbúa mikilvæga leiki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guehi harðneitaði að skrifa undir

Guehi harðneitaði að skrifa undir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“
433Sport
Í gær

KSÍ í þjálfaraleit

KSÍ í þjálfaraleit
433Sport
Í gær

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt