fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Kærastan úr fyrstu myndinni ekki í þeirri nýjustu – „Ég er gömul og feit“

Fókus
Fimmtudaginn 26. maí 2022 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Kelly McGillis, 64 ára, lék ástarviðfang Tom Cruise í kvikmyndinni Top Gun sem kom út árið 1986.

Nú 36 árum síðar var ný Top Gun mynd að koma út, Top Gun: Maverick, að sjálfsögðu með Tom Cruise, 59 ára, í aðalhlutverki en Kelly er hvergi sjáanleg.

Jennifer Connelly, 51 árs, leikur ástarviðfang hans í nýju myndinni.

Tom Cruise og Jennifer Connelly. Mynd/Getty

Myndin átti upphaflega að koma út árið 2020 en seinkaði vegna kórónuveirufaraldursins.

Aðspurð í viðtali árið 2019 um hvort hún hefði fengið boð um að leika í nýju myndinni svaraði Kelly McGillis neitandi.

Hún sagði einnig að hún hefði afþakkað ef hún hefði fengið slíkt boð.

„Guð minn góður, nei þau báðu mig ekki um að koma til baka og ég held að þau myndu aldrei gera það. Ég er gömul og feit, og ég lít út fyrir að vera jafn gömul og ég er,“ sagði hún.

„Fyrir mig, þá langar mig miklu frekar að líða vel í eigin skinni og um hver ég er og hver aldur minn er, frekar en að gefa öllum þessum [yfirborðskenndu] hlutum vægi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Í gær

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar