fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

KSÍ setur reglur – Gert að stíga til hliðar vegna meintra alvarlegra brota

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 11:10

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ fer fyrir stjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi stjórnar KSÍ 19. maí síðastliðinn, undir dagskrárliðnum „Fræðsla, verkferlar og vinnubrögð“ var rætt um um skýrslu starfshóps KSÍ (haust 2021) og viðbrögð KSÍ. Einnig var rætt um skýrslu starfshóps ÍSÍ um verkferla, vinnubrögð og viðmið í íþróttahreyfingunni (apríl 2022).

Formaður KSÍ, Vanda Sigurgeirsdóttir, kynnti síðan tillögu um viðbragðsáætlun KSÍ. Málið var rætt en frekari umræðu var frestað til framhaldsfundar stjórnar 23. maí. Á framhaldsfundinum var neðangreint samþykkt:

Stjórn KSÍ samþykkti að haft sé að leiðarljósi það meginviðmið, þegar mál einstaklinga eru til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi og/eða samskiptaráðgjafa, vegna meintra alvarlegra brota, að þá skuli viðkomandi stíga til hliðar í hlutverki sínu hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir.

Það gildir jafnt um dómara, þjálfara, leikmenn, forystumenn, starfsmenn og aðra þá sem eru innan KSÍ.

Þessi samþykkt tekur strax gildi. Stjórn KSÍ mun ræða önnur atriði í drögunum áfram og mun jafnframt óska eftir aðkomu laga- og leikreglnanefndar.

Stjórn KSÍ leggur mikla áherslu á að vandað sé til verka og að málið sé áfram unnið af ábyrgð, fagmennsku og yfirvegun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt hafa reynt og reynt við Donnarumma án árangurs

United sagt hafa reynt og reynt við Donnarumma án árangurs
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guðlaugur Victor brattur í bongó blíðu – „Ég ætla að fullyrða það“

Guðlaugur Victor brattur í bongó blíðu – „Ég ætla að fullyrða það“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eldræða Gumma Ben: „Hvað í andskotanum er að ef þeir geta ekki drullast til þess?“

Eldræða Gumma Ben: „Hvað í andskotanum er að ef þeir geta ekki drullast til þess?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guehi harðneitaði að skrifa undir

Guehi harðneitaði að skrifa undir