fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Staða Heimis verði til umræðu ef illa fer gegn Blikum – ,,Við erum enn í maí“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 16:00

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfaramál Valsmanna voru til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag en farið er að hitna undir Heimi Guðjónssyni, þjálfara karlaliðs félagsins strax í upphafi tímabils. Valsmenn eru sem stendur í 4. sæti Bestu deildarinnar með 13 stig eftir sjö umferðir, átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks.

Mikið var lagt í styrkingu á leikmannahópi Valsmanna milli tímabila og inn komu meðal annars Aron Jóhannsson og Hólmar Örn Eyjólfsson.

Valsmenn mæta Breiðablik á útivelli í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn kemur.

,,Haldiði að Valsmenn skipti um þjálfara ef illa fer? Báðar dollurnar farnar og við erum enn í maí,“ spurði Hjörvar Hafliðason, umsjónarmaður Dr. Football.

Ingimar H. Finnsson, einn af sérfræðingum þáttarins segir það pottþétt vera til umræðu hjá forráðamönnum Vals. ,,Ef þeir detta út í bikarnum og staðan í deildinni eins og hún er…Ég held hins vegar að hann fái aðeins lengri tíma en það.“

Jóhann Már Helgason, annar sérfræðingur þáttarins tók undir það. ,,Ég held að þetta gerist ekki strax en svo mun þetta líka velta á því hvað annað er í boði. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði