fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Bráðfyndin og „vandræðaleg“ fatamistök Ryan Seacrest í lokaþætti American Idol

Fókus
Þriðjudaginn 24. maí 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan Seacrest afhjúpaði meira en bara sigurvegara American Idol í úrslitaþættinum á sunnudaginn síðastliðinn.

Sjónvarpsmaðurinn viðurkenndi í spjallþættinum Live with Kelly and Ryan í gær að það hefðu átt sér stað „vandræðaleg“ fatamistök, sem gerðu það að verkum að áhorfendur gátu auðveldlega séð hvað væri undir buxunum hans.

„Af því er virðist kaus Ameríka og sagði að ég væri að sýna meira en ég hélt. Við fríkuðum út og þurftum að skipta um föt,“ sagði hann í spjallþættinum í gær.

Stílisti hans, Miles Siggins, lét hann vita í miðjum þætti. „Það kom auglýsingahlé og hann sagði: „Má ég segja þér svolítið? Þú þarft að skipta um nærbuxur?“ Ég sagði: „Hvað meinarðu?““

Ryan var ekki með aukanærbuxur á staðnum og þurfti að fá par lánað hjá Miles. „Hann sagði: „Engar áhyggjur, ég er með nærbuxur.“ Hann er breskur, þannig hann var með minni og þrengri nærbuxur,“ sagði hann.

Það var enginn tími til að skoða aðra möguleika. „Ég var í miðri beinni útsendingu. Við fórum baksviðis og fundum lítið horn, þar sem ég var bókstaflega að fara úr buxunum og nærbuxunum, og fór í hans nærbuxur.“

Ryan sagði að þetta hefði verið í fyrsta skipti sem hann lendir í einhvers konar vandræðum með klæðnað á svona stundu.

Ekki fyrstu fatamistökin í American Idol

Samstarfskona hans, dómari í American Idol og söngkonan Katy Perry, lenti í því að buxur hennar rifnuðu á alversta stað fyrir framan fullan sal af áhorfendum fyrir tveimur mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði

Tók gjöfina til baka þegar hún heyrði hvað vinkonan sagði
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni