fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Fyrsta tap Selfyssinga kom gegn Stjörnunni

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 23. maí 2022 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan fékk Selfoss í heimsókn í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Selfyssingar komu taplausir inn í leikinn en lentu undir á 17. mínútu þegar Heiða Ragney Viðarsdóttir kom Stjörnukonum yfir. Miranda Nild jafnaði metin fyrir Selfyssinga á upphafsmínútum síðari hálfleiks þegar hún skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Brennu Loveru.

Jasmín Erla Ingadóttir kom Stjörnukonum aftur í forystu á 65. mínútu og Katrín Ásbjörnsdóttir gulltryggði sigurinn þremur mínútum fyrir leikslok, lokatölur 3-1 fyrir Garðbæinga.

Selfoss er í þriðja sæti með 11 stig eftir sex leiki. Stjarnan er með stigi minna í fjórða sæti.

Stjarnan 3 – 1 Selfoss
1-0 Heiða Ragney Viðarsdóttir (’17)
1-1 Miranda Nild (’49)
2-1 Jasmín Erla Ingadóttir (’65)
3-1 Katrín Ásbjörnsdóttir (’87)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Þorkell Máni fer á kostum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle vill sækja tvo frá Dortmund í sumar

Newcastle vill sækja tvo frá Dortmund í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“

Arnar horfði aftur og aftur á frammistöðu Arons Einars í síðasta glugga og segir – „Vænti mikils af honum að vera gott fordæmi“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“