fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Grípa til sérstakra úrræða vegna áhorfenda sem ráðast inn á völlinn – Nýr búnaður fyrir öryggisverði

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 20. maí 2022 18:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að fjöldi stuðningsmanna Everton hlupu inn á í leikslok eftir að liðið tryggði veru sína í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð með sigri á Crystal Palace í gær ákvað deildin að halda neyðarfund þar sem þetta vandamál var rætt.

Einn áhorfandi átti til að mynda í útistöðum við Patrick Vieira, stjóra Palace, eftir leik í gær sem endaði með því að fyrrum miðjumaðurinn sparkaði hann niður.

Úrvalsdeildin vill nú að félög verði með öryggisverði á sínum vegum sem eru sérþjálfaðir í að takast á við það þegar fólk hleypur inn á völlinn. Þá eiga félögin einnig að sjá til þess að öryggisverðir séu í búnaði sem hentar fyrir hverjar aðstæður fyrir sig.

Að áhorfendur hlaupi inn á völlinn er þekkt vandamál í neðri deildum Englands. Einn stuðningsmaður Nottingham Forest skallaði til að mynda Billy Sharp, leikmann Sheffield United, eftir sigur Forest á Sharp og félögum í undanúrslitum umspilsins í B-deildinni eftir að hafa hlaupið inn á völlinn í leikslok ásamt fjölda manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands