fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Lengjudeild karla: Fylkir vann Fjölni – Grótta hafði betur gegn HK

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 19. maí 2022 21:28

©Anton Brink 2019 © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir voru spilaðir í þriðju umferð Lengjudeild karla í kvöld. Fylkir vann Fjölni 5-2 í Árbæ og Grótta vann 2-0 sigur á HK.

Benedikt Daríus Garðarsson kom Fylkismönnum yfir á 14. mínútu en Hákon Ingi Jónsson jafnaði fyrir Fjölni á 38. mínútu.

Staðan var ekki lengi jöfn þar sem  Nikulás Val Gunnarsson kom Fylkismönnum aftur yfir með marki úr vítaspyrnu á 41. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Hallur Húni Þorsteinsson þriðja mark Fylkis, staðan 3-1 í leikhléi.

Fylkir komst í 4-1 í upphafi síðari hálfleiks eftir mark Ásgeirs Eyþórssonar og Ómar Björn Stefánsson bætti við fimmta markinu fimm mínútum fyrir leikslok áður en Hákon Ingi Jónsson skoraði sárabótarmark fyri Fjölni, lokatölur 5-2. Fjölnismaðurinn Hans Viktor Guðmundsson var rekinn af velli undir lok leiks.

Þetta var fyrsta tap Fjölnis á leiktíðinni eftir tvo sigra. Fylkir er með sjö stig eftir þrjá leiki.

Grótta vann eins og áður segir 2-0 sigur gegn HK á Seltjarnarnesi. Sigurbergur Áki Jörundsson skoraði fyrra mark heimamanna á 72. mínútu og Kjartan Kári Halldórsson innsiglaði sigurinn tveimur mínútum fyrir leikslok.

Grótta er með sex stig eftir tvo leiki en HK sem missti þjálfara sinn, Brynjar Björn Gunnarsson til Örgryte í Svíþjóð er með þrjú stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elías í stöðugu stríði við stjörnu – „Sambandið okkar er fínt“

Elías í stöðugu stríði við stjörnu – „Sambandið okkar er fínt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak sendir stuðningsmönnum Newcastle kveðju

Isak sendir stuðningsmönnum Newcastle kveðju
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Launapakki Martinez var eitthvað sem United vildi ekki taka – Hann sat og beið í allan gærdag

Launapakki Martinez var eitthvað sem United vildi ekki taka – Hann sat og beið í allan gærdag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áhugaverður dráttur hjá KA í Meistaradeildinni – Fara til Grikklands ef þeir vinna í fyrstu umferð

Áhugaverður dráttur hjá KA í Meistaradeildinni – Fara til Grikklands ef þeir vinna í fyrstu umferð