fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Sjáðu syrpuna – Magnaður De Bruyne er rosalegur með veikari fætinum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 10:47

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin de Bruyne var í stuði gegn Wolves í gær þegar Manchester City heimsótti liðið. De Bruyne skoraði fjögur og þar af tvö með vinstri, sem á að vera hans veikari fótur.

Staðan er farin að líta vel út fyrir Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir stórsigur á Wolves á útivelli í gær er liðið komið þremur stigum á undan Liverpool á ný auk þess að markatala þeirra er betri með sjö mörkum. Kevin De Bruyne var algjörlega stórkostlegur í leiknum. Hann kom City yfir á 7. mínútu. Leander Dendoncker jafnaði fyrir heimamenn stuttu síðar.

Eftir rúman stundarfjórðung var De Bruyne hins vegar aftur á ferðinni með mark og á 24. mínútu skoraði Belginn þriðja mark City og fullkomnaði um leið þrennuna. Staðan í hálfleik var 1-3.

De Bruyne skoraði fjórða mark sitt og City á 60. mínútu. Magnaður leikur hjá honum. Raheem Sterling átti eftir að bæta við einu marki fyrir City sem vann 1-5.

Vinstri fótur De Bruyne er þó ekki mjög veikur, hér að neðan er syrpa með mörkum frá honum með vinstri fæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tók bara við starfinu vegna Ronaldo

Tók bara við starfinu vegna Ronaldo
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á
433Sport
Í gær

Staðfestir félagaskipti til Arsenal

Staðfestir félagaskipti til Arsenal
433Sport
Í gær

Jackson orðaður við Manchester United

Jackson orðaður við Manchester United