fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Hemmi Hreiðars til umræðu í Bretlandi – „ Þegar hann heilsaði manni var það iðulega eins og rúbbítækling“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var til umræðu í hinu afar vinsæla hlaðvarpi sem Peter Crouch heldur út. David James var mættur til að ræða um lífið.

Crouch og James voru liðsfélagar Hermanns þegar þeir voru hjá Portsmouth en liðið vann frækinn sigur í enska bikarnum.

„Hermann er frábær einstaklingur. Hann er öðruvísi, eins og margir frá Íslandi, en ég vissi ekki að þið væruð í sambandi,“ segir Crouch um Hermann en David James og Hermann eru miklir vinir.

„Hann er brjálæðingur, en skemmtilegur brjálæðingur. Þegar hann heilsaði manni var það iðulega eins og rúbbítækling,“ sagði James.

Crouch bætti þá við.„Hann var brjálæðingur, en ég elska hann.“

„Það er prófraun að heilsa honum. Hann handleggsbraut Glen Little við það að heilsa honum að morgni til.“

David James ræddi svo um dvöl sína í Vestmannaeyjum árið 2013 þegar hann lék undir stjórn Hermanns í ÍBV.

„Hann sagði að við værum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem mér fannst skemmtilegt, en um leið var þetta tækifæri að vinna aftur með Hermanni sem er frábær einstaklingur,“ segir James og heldur áfram:

„Ég komst síðar að því að það væri til meginland Íslands og að ég væri á leiðinni á eyju sem er kölluð Heimaey þegar ég var á leiðinni. Eyjan er nálægt eldfjallinu sem gaus árið 2011.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo

United sagt setja meiri kraft í Watkins – Gengur lítið með Gyokeres og Mbeumo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota