fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Íslandsmeistararnir gengu frá Keflavík í seinni hálfleik – Blikar unnu Stjörnuna

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 9. maí 2022 22:07

Frá leik Þróttar í fyrra. Frettablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistarar Vals fengu Keflvíkinga í heimsókn í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Leiknum lauk með 3-0 sigri Valskvenna en öll mörkin komu í síðari hálfleik.

Elísa Viðarsdóttir braut ísinn á 56. mínútu eftir þríhyrningaspil við Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur og Ída Marín Hermannsdóttir tvöfaldaði forystu Valskvenna fimm mínútum síðar eftir aðra stoðsendingu frá Þórdísi.

Elín Metta Jensen gerði endanlega út um leikinn með marki á 70. mínútu og lokatölur 3-0. Bæði lið eru með sex stig eftir þrjár umferðir.

Valur 3 – 0 Keflavík
1-0 Elísa Viðarsdóttir (’56)
2-0 Ída Marín Hermannsdóttir (’61)
3-0 Elín Metta Jensen (’70)

Selfyssingar fengu Þrótt R. í heimsókn. Andrea Rut Bjarnadóttir náði forystunni fyrir gestina strax á fyrstu mínútu en Brenna Lovera jafnaði metin fyrir Selfoss á 66. mínútu eftir sendingu frá Barbáru Sól Gísladóttur og þar við sat og lokatölur 1-1 jafntefli. Selfoss er með sjö stig eftir þrjár umferðir en Þróttur R. er með fjögur stig.

Selfoss 1 – 1 Þróttur R.
0-1 Andrea Rut Bjarnadóttir (‘1)
1-1 Brenna Lovera (’66)

Þá tók Breiðablik á móti Stjörnukonum í Kópavoginum í síðasta leik kvöldsins í Bestu deild kvenna. Leiknum lauk með 3-0 sigri Blika.

Melina Ayres slapp inn fyrir vörn gestanna á 42. mínútu og afgreiddi boltann snyrtilega í netið og staðan 1-0 í leikhléi. Birta Georgsdóttir kom Blikum í 2-0 með glæsilegu marki á 51. mínútu. Blikar fengu svo dæmda vítaspyrnu á 63. mínútu. Ayres fór á punktinn og skoraði annað mark sitt í leiknum og þriðja mark Blika, lokatölur 3-0.

Breiðablik jafnaði sig á tapinu gegn Keflavík í síðustu umferð með sannfærandi sigri í kvöld en liðið er með sex stig eftir þrjá leiki. Stjarnan er með fjögur stig.

Breiðablik 3 – 0 Stjarnan
1-0 Melina Ayres (’42)
2-0 Birta Georgsdóttir (’51)
3-0 Melina Ayres (’63, víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar