fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Nú er röðin komin að ástkonu Pútíns

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. maí 2022 06:59

Alina Kabaeva er sögð vera ástkona Pútín, hin leynilega forsetafrú. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið hefur í hyggju að beita Alina Kabaeva refsiaðgerðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Kabaeva er talin vera ástkona Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, og hafi verið það árum saman. Þau eru sögð eiga þrjú börn saman.

Kabaeva, sem er fyrrum fimleikakona, er þingmaður á rússneska þinginu en talið er að hún hafi dvalið í Sviss frá því í febrúar ásamt börnum sínum. Það hefur vakið furðu margra að hún hafi ekki verið beitt refsiaðgerðum fram að þessu.

Nafn Kabaeva er á nýjum lista ESB yfir Rússa sem sambandið vill bæta á refsiaðgerðalista sína.

Auk Kabaeva hyggst ESB beita æðsta mann rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar refsiaðgerðum en hann heitir Kirill.

Verða eignir þeirra frystar og ferðabann sett á þau þannig að þau geta ekki ferðast til ESB-ríkja. Kirill er náinn bandamaður Pútíns og hefur lagt blessun sína yfir innrásina í Úkraínu.

The Guardian segir að auk nafna þeirra tveggja séu nöfn um tveggja tuga Rússa til viðbótar á listanum sem ESB vinnur nú með en fyrir eru nú rúmlega 1.000 Rússar á refsiaðgerðalista sambandsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu, að fá að færa fólki svona fréttir!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“

Sex börn Karls Erons í losti eftir að hafa lesið dánartilkynningu Moggans eftir útför hans – „Við vorum ekkert látin vita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn

Trump sagður hafa sent Epstein afmæliskort með teikningu af naktri konu – Forsetinn segir kortið falsað og hótar málsókn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim