fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Mourinho skýtur á stjórnarformann Tottenham – „Ef maður er ekki rekinn fyrir úrslitaleikinn!“

Ísak Gabríel Regal
Miðvikudaginn 4. maí 2022 18:50

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, skaut á fyrrum yfirmann sinn, Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham í á blaðamanafundi fyrir undanúrslitaleik Roma og Leicester Sambandsdeild Evrópu.

Mourinho var vikið úr starfi sem knattspyrnustjóri Tottenham þann 19. apríl í fyrra, aðeins sex dögum fyrir úrslitaleik liðsins gegn Manchester City í deildarbikarnum. Ryan Mason, sem þá var 29 ára gamall, stýrði Spurs út tímabilið en hans menn töpuðu úrslitaleiknum gegn City.

Rúmu ári síðar er Mourinho einum sigri því að keppa til úrslita í Sambandsdeildinni en Roma mætir Leicester í seinni leik liðanna annað kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Englandi.

Aðspurður hversu hungraður Mourinho væri að vinna keppnina svaraði Portúgalinn: „Það er sama með hvern einasta leik. Ég segi alltaf það er aðeins einn leikur sem ég hef ekki unnið og það er næsti leikur. Ég vil þess vegna alltaf vinna næsta leik.“

Ég vil enn fremur vinna næsta leik ef næsti leikur er undanúrslitaleikur vegna þess að hann gefur að sjálfsögðu rétt á að leika til úrslita – það er ef maður er ekki rekinn fyrir úrslitaleikinn!“ sagði Mourinho.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina