fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Besta deildin: Ótrúlegur sigur Þór/KA á Val – Brenna Lovera heldur áfram að skora

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 3. maí 2022 19:58

Óttar Geirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild kvenna. Þór/KA sigraði Val óvænt og Selfyssingar höfðu betur gegn ÍBV.

Þór/KA tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Boganum. Heimakonur í Þór/KA byrjuðu leikinn af krafti og kom Sandra María Jessen þeim yfir strax á 6. mínútu. Gestirnir sóttu meira eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og hafði Valur öll völd á vellinum. Þær náðu þó ekki að jafna leikinn í fyrri hálfleik og leiddi Þór/KA með einu marki er flautað var til hálfleiks.

Sóknarþungi Vals skilaði sér loks í seinni hálfleik er Elín Metta Jensen jafnaði metin á 64. mínútu. Þrátt fyrir að Valur hafi verið töluvert sterkara liðið þá kom Margrét Árnadóttir Þór/KA aftur yfir á 75. mínútu eftir stungusendingu inn fyrir vörn Vals gegn gangi leiksins. Sandra Sigurðardóttir varði fyrsta skot Margrétar en Margrét náði boltanum aftur og kláraði í netið. Gestirnir fengu nokkur ágætis færi undir lok leiks og sóttu án afláts en Harpa Jóhannsdóttir var frábær í markinu. 2-1 sigur heimakvenna reyndist niðurstaðan í kvöld og þær taka stigin þrjú.

Þór/KA 2 – 1 Valur
1-0 Sandra María Jessen (´6)
1-1 Elín Metta Jensen (´64)
2-1 Margrét Árnadóttir (´75)

Á sama tíma tók ÍBV á móti Selfyssingum á Hásteinsvelli. Fyrri hálfleikur liðanna var rólegur og lítið um opin færi. Markalaust var er flautað var til hálfleiks.

Brenna Lovera kom Selfyssingum yfir á 55. mínútu en þetta var hennar þriðja mark í sumar. Það reyndist eina mark leiksins og Selfyssingar tóku stigin þrjú og fara á topp Bestu deildarinnar.

ÍBV 0 – 1 Selfoss
0-1 Brenna Lovera (´55)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina