fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
433Sport

Besta deildin: Ótrúlegur sigur Þór/KA á Val – Brenna Lovera heldur áfram að skora

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 3. maí 2022 19:58

Óttar Geirsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild kvenna. Þór/KA sigraði Val óvænt og Selfyssingar höfðu betur gegn ÍBV.

Þór/KA tók á móti Íslandsmeisturum Vals í Boganum. Heimakonur í Þór/KA byrjuðu leikinn af krafti og kom Sandra María Jessen þeim yfir strax á 6. mínútu. Gestirnir sóttu meira eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og hafði Valur öll völd á vellinum. Þær náðu þó ekki að jafna leikinn í fyrri hálfleik og leiddi Þór/KA með einu marki er flautað var til hálfleiks.

Sóknarþungi Vals skilaði sér loks í seinni hálfleik er Elín Metta Jensen jafnaði metin á 64. mínútu. Þrátt fyrir að Valur hafi verið töluvert sterkara liðið þá kom Margrét Árnadóttir Þór/KA aftur yfir á 75. mínútu eftir stungusendingu inn fyrir vörn Vals gegn gangi leiksins. Sandra Sigurðardóttir varði fyrsta skot Margrétar en Margrét náði boltanum aftur og kláraði í netið. Gestirnir fengu nokkur ágætis færi undir lok leiks og sóttu án afláts en Harpa Jóhannsdóttir var frábær í markinu. 2-1 sigur heimakvenna reyndist niðurstaðan í kvöld og þær taka stigin þrjú.

Þór/KA 2 – 1 Valur
1-0 Sandra María Jessen (´6)
1-1 Elín Metta Jensen (´64)
2-1 Margrét Árnadóttir (´75)

Á sama tíma tók ÍBV á móti Selfyssingum á Hásteinsvelli. Fyrri hálfleikur liðanna var rólegur og lítið um opin færi. Markalaust var er flautað var til hálfleiks.

Brenna Lovera kom Selfyssingum yfir á 55. mínútu en þetta var hennar þriðja mark í sumar. Það reyndist eina mark leiksins og Selfyssingar tóku stigin þrjú og fara á topp Bestu deildarinnar.

ÍBV 0 – 1 Selfoss
0-1 Brenna Lovera (´55)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ratcliffe neitaði að svara spurningu blaðamanns – Sjáðu myndbandið

Ratcliffe neitaði að svara spurningu blaðamanns – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Létu þung orð falla um ótrúlega ákvörðun í Garðabæ – „Ég hef bara aldrei séð annað eins“

Létu þung orð falla um ótrúlega ákvörðun í Garðabæ – „Ég hef bara aldrei séð annað eins“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag eftir sigurinn í dag: ,,Ef þeir vilja mig ekki þá fer ég annað og vinn titla“

Ten Hag eftir sigurinn í dag: ,,Ef þeir vilja mig ekki þá fer ég annað og vinn titla“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Meistararnir lögðu tíu menn ÍA

Besta deildin: Meistararnir lögðu tíu menn ÍA
433Sport
Í gær

United fær auka pening frá Dortmund

United fær auka pening frá Dortmund
433Sport
Í gær

Sjáðu skelfileg mistök í vörn Manchester City – United leiðir í úrslitaleiknum

Sjáðu skelfileg mistök í vörn Manchester City – United leiðir í úrslitaleiknum
433Sport
Í gær

Bálreiður og segir fjölmiðla búa til lygasögur – ,,Eruð að búa til eitrað andrúmsloft“

Bálreiður og segir fjölmiðla búa til lygasögur – ,,Eruð að búa til eitrað andrúmsloft“
433Sport
Í gær

Reka hann og þurfa að borga 15 milljónir

Reka hann og þurfa að borga 15 milljónir