fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Segja ólgu vera í Hafnarfirði: Óli Jó gekk úr viðtali og stuðningsmenn hjóla í Valdimar

433
Þriðjudaginn 3. maí 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjallað var um stöðu FH í hlaðvarpsþætti Fótbolta.net sem birtur var í gær. Það blæs á móti í Kaplakrika í upphafi móts bæði innan sem utan vallar.

Eggert Gunnþór Jónsson var settur til hliðar eftur fyrstu umferð. Eggert liggur undir grun um kynferðisbrot var lögð fram kæra gegn honum og Aroni Einari Gunnarssyni af íslenskri konu síðasta haust. Lögregla hefur lokið rannsókn en málið er á borði héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu eða ekki.

Elvar Geir Magnússon ritstjóri Fótbolta.net sagði frá því í hlaðvarpinu að Ólafur hefði labbað úr viðtali hjá Fótbolta.net í annari umferð.

„Það er pirringur í FH-ingum, Óli Jó hefur ekki verið ánægður með fjölmiðlamenn og ekki ánægður með spurningar um Eggert Gunnþór. Hann lét Gulla Jóns heyra það í fyrstu umferðinni og svo labbaði hann út úr viðtali við Fótbolta.net sem hann Anton tók, hann ætlaði að spyrja út í liðsstyrkingar í ljósi þess að Eggert Gunnþór væri farinn út. Hann byrjaði spurninguna á að tala um Eggert Gunnþór og þá labbaði Óli Jó burt,“ sagði Elvar Geir.

„Það er ekki gott eftir þrjá leiki, við erum að byrja  maí. Að vera kominn í stríð við fjölmiðla,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu.

Stuðningsmenn reiðir:

FH tapaði gegn Breiðablik um liðna helgi en FH Mafían á Facebook kallaði eftir því að Valdimar Svavarsson formaður knattspyrnudeildar myndi axla ábyrgð en FH er með þrjú stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni.

„Það er dramatík bak við tjöldin, FH mafían er með account á Facebook og skrifaði að þetta væri til skammar og að Valdimar Svavarsson ætti að taka ábyrgð. Það er ólga á bak við tjöldin,“ sagði Elvar Geir og las upp svar þar sem Jón Erling Ragnarsson formaður meistaraflokksráð svaraði stuðningsmönnum.

„Svo það sé sagt hér fyrir þa sem ekki vita í þessari stuðningsmannagrúbbu þá er Valdi formaður knattspyrnudeildar, en þeir sem er ábyrgir fyrir leikmannahópnum og samningum og ættu þvi samkvæmt þessu að axla ábyrgð eru undirritaður sem formaður meistaraflokksráðs og Bjarni Þór Viðars samherji minn og Davið Þor Viðars nylega raðinn sem yfirmaður knattspyrnumala! Við ætlum hinsvegar ekki að víkja frekar en Valdi, enda höfum við verk að vinna! Eg ætla samt ekki að vera með neitt ávarp til ykkar – en hvet ykkur i FH mafíunni að reyna leita i jákvæðnina þegar hlutirnir falla ekki með okkur! Horfa kannski á heildarmyndina og þa sem eru farnir eða voru fjarverandi i gærkvöldi! Styðja liðið og nyja leikmenn sem margir eru ungir efnilegir uppaldir FH-ingar! Betra liðið vann i gær, en það er nog eftir af þessu móti! Væri frábær byrjun að mæta allir i krikann á föstudaginn og styðja okkar menn i erfiðum leik, þar sem eg er sannfærður að strákarnir okkar ætla ná í úrslit,“ skrifaði Jón Erling.

Nokkrir stuðningsmenn FH leggja orð í belg á síðu FH mafíunnar þar sem tekist er á um hlutina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina