Spá fyrirliða og forráðamanna liðanna í Lengjudeild karla var opinberuð nú í hádeginu og samkvæmt henni munu nýliðar Fylkis og HK í deildinni fara upp og nýliðar KV og Þróttar Vogum fara niður.
Fylkir og HK féllu niður í Lengjudeildina úr efstu deild í fyrra og munu því freista þess að eiga stutta viðveru í Lengjudeildinni og samkvæmt spánni munu nýliðar Þróttar Vogum og KV eiga erfitt með að halda sæti sínu.
Þá er sá áhugaverði punktur við spánna að liði Vestra var sett í öll 12 sætin í deildinni ef spár fyrirliða og forráðamanna allra liða eru tekin og borin saman og er líklega um einsdæmi að ræða í sögu spánnar fyrir næst efstu deild. Það eru því einhver lið sem sjá það fyrir sér að Vestri berjist á toppi deildarinnar og önnur sem spá liðinu fallbaráttu.
Samkvæmt spánni eru það Kórdrengir sem munu veita Fylki og HK mesta samkeppni um að komast upp í efstu deild.