fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Segir sögur af launatölum á Hlíðarenda ekki sannar – „Í mínu tilfelli er þetta stórlega ýkt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. apríl 2022 07:00

Hómar Örn Eyjólfsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmar Örn Eyjólfsson er kominn heim til Íslands eftir meira en þrettán ár í atvinnumennsku. Hann ætlar að taka slaginn með Val í Bestu deildinni á komandi leiktíð. Miðvörðurinn lék á ferli sínum í atvinnumennsku í Noregi, Ísrael, Búlgaríu, Þýskalandi, Belgíu og á Englandi. Hólmar Örn fór yfir ferilinn og komandi tímabil með Val í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut á þriðjudagskvöld.

„Við tókum ákvörðun eftir síðasta tímabil í Noregi, vorum komin heim, konan komin með góða vinnu. Ég sá að það væri kannski möguleiki á að koma heim á fínum aldri og gera eitthvað,“ sagði Hólmar.

„Maður hefur upplifað margt í þessum business. Það kom ekkert upp sem var nógu spennandi til að vera að fara aftur í annað land, burt frá fjölskyldunni. Konan var búin að elta mig í einhver tíu ár. Kannski er komin tími á að hún fái að ráða ferð.“

Smá drama undir lokin hjá Rosenborg

Hólmar var síðast hjá Rosenborg í Noregi áður en hann kom heim. Hann gekk á fund félagsins í haust og sagðist vilja fara. Félagið tók því sem svo að Hólmar væri ákveðinn í því að fara til Íslands, sem hann var ekki á þeim tíma. Svo fékk norska félagið að vita af áhuga frá Kýpur í Hólmar. „Þá fór allt í baklás. Þeir héldu að ég ætlaði að vera áfram úti,“ sagði miðvörðurinn en bætti því við að hann hafi skilið við Rosenborg í góðu.

Í baráttunni við Christian Eriksen árið 2020. Getty Images

Hólmar Örn vildi koma heim til að finna meiri stöðugleika. „Ég var orðinn þreyttur á að vera alltaf að byrja nýtt líf hér og þar, rífa allt upp með rótum og var farið að langa að prófa að setjast einhvers staðar að.“

Valur heillaði mest en launatölur eru ýktar

Fleiri félög á Íslandi sýndu Hólmari áhuga en á endanum heillaði Valur mest. „Það sem þeir eru að stefna að heillar mig mikið. Mér finnst líklegast að á þremur árum ætti maður að geta landað einhverjum titlum þarna.“

Mikið hefur verið rætt og ritað um það að  leikmenn eins og Hólmar Örn og Aron Jóhannsson fái ansi hressilega borgað hjá Val. Miðvörðurinn segir tölurnar ýktar. „Maður hefur heyrt einhverjum tölum básúnað út um allan bæ. Í mínu tilfelli er þetta stórlega ýkt.“

Fyrsti vetur Hólmars og fjölskyldu á Íslandi eftir heimkomuna hefur einkennst af gulum, appelsínugulum, ef ekki rauðum viðvörunum. Hvernig var að koma heima í svoleiðis? „Það var bara stemning. Það var að vísu helvíti slæmt þennan veturinn, en bara gaman.“

Það er að mörgu leyti ekki mjög ósvipað að spila í efstu deild hér heima og hjá þeim liðum sem Hólmar hefur verið hjá úti, að hans sögn. „Líkamlega er þetta mjög sambærilegt, hvað varðar hlaupatölur og þetta. Þú þarft að vera í toppstandi til að spila hérna heima. Maður þarf að sjá um sjálfan sig og gera þetta vel.“

Á landsliðsæfingu.

Hólmar er bjartsýnn fyrir leiktíðinni með Val í Bestu deildinni. „Við erum með gríðarlega góðan mannskap. Ef við náum að slípa þetta saman ættum við að geta gert góða hluti.“

Nýtt fyrirkomulag verður á efstu deild karla í sumar. Eftir að tvöföld umferð hefur verið spiluð verður deildinni skipt í tvennt, eftir og neðri hluta. Hólmari lýst heilt yfir vel á þetta. „Fyrir áhorfandann er þetta geggjað. Ég held að þetta eigi bara eftir að gera deildinni gott. Auðvitað hefur þetta sína galla en í stóru myndinni er þetta bara spennandi.“

Sýndi bekkjarsetunni skilning lengi vel

Hólmar hætti í fyrra að gefa kost á sér í íslenska landsliðið. Hann var yfirleitt í aukahlutverki hjá landsliðinu og var spurður út í það hvort að bekkjarsetan hafi verið orðin lýjandi. „Það var orðið það. Maður var búinn að vera í þessu í einhver tíu ár, mæta samviskusamlega og gera sitt besta og setja pressu á mennina sem voru að spila,“ sagði Hólmar og bætti við að hann gerði sér grein fyrir því að mennirnir á undan honum hafi spilað mjög vel í langan tíma. Þegar kynslóðaskipti hófust í landsliðinu breyttist hins vegar viðhorfið aðeins. „Þá fannst mér ekki meika mikinn sense að vera áfram á bekknum.“

Það má sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
Hide picture