fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Ósk og Ingólfur saka annað par í íslenska OnlyFans-bransanum um að fara yfir mörk annarra – „Valdabrjálæði“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. apríl 2022 10:30

Ósk og Ingólfur. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

OnlyFans-stjörnurnar Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson verða í helgarviðtali DV sem birtist á laugardaginn næstkomandi. Í því ræða þau um lífið ári eftir að allt sprakk í kjölfar þess að það birtist við þau viðtal þar sem þau sögðu hreinskilið og hispurslaust frá starfi sínu á OnlyFans.

Ósk og Ingólfur taka það skýrt fram að þau vilja ekki draga upp neina glansmynd af klámbransanum, enda sagt frá fyrstu stundu að þetta væri mikil vinna og ekki fyrir alla. Þau segja að þó OnlyFans hafi marga kosti, eins og að klámstjörnurnar séu sjálfar við stjórnina, þá leynist þar svartir sauðir eins og alls staðar annars staðar. Þau saka tvo aðila í bransanum um að hafa farið yfir mörk annarra og um að nýta sér reynsluleysi ungra aðila sem eru að stíga sín fyrstu skref í iðnaðinum.

Mikilvægt að ræða mörk

Parið segir að meira liggur að baki þess að taka upp myndband en að einfaldlega bara mæta og kveikja á myndavélinni. Fyrst þurfa allir aðilar sem koma fram í myndbandinu að hittast, ræða hvað þau ætla að gera og allra mikilvægasta, ræða mörk – hvað má og hvað má ekki gera.

„Við vinnum ekki með nýju fólki, nema það sé búið að vera lengi á OnlyFans, allavega hálft ár. Og við pössum vel upp á fólk í kringum okkur, því fólk lítur upp til okkar og fólk lítur á okkur sem fyrirmyndir í bransanum, þannig við reynum að standa vörð um þau sem eru ný og sýna þeim hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi,“ segir Ósk og bætir við að Ingólfur lætur sérstaklega í sér heyra þegar honum finnst brotið á nýju fólki í bransanum.

„Ég ríf bara kjaft,“ segir Ingólfur og verður alvarlegur á svip þegar hann segir að það séu ákveðnir aðilar í OnlyFans-bransanum hér á landi sem hafa farið yfir mörk annarra og notfæra sér reynsluleysi nýrra einstaklinga í bransanum.

„Valdabrjálæði“ segir Ingólfur einfaldlega og Ósk tekur undir.

„Það eru ekkert allir sem eru með þinn besta hag fyrir brjósti í þessum bransa“

Þau nefna aðilana ekki á nafn en segja að þetta sé par á fertugsaldri og að þau viti um nokkur tilfelli þar sem þetta par hefur ekki greitt öðrum aðilum fyrir samstarf. En það var ákveðið atvik sem fyllti mælinn og gerði það að verkum að þau vilja vekja athygli á þessari dökku hlið bransans.

Ingólfur segir að þar hafi parið farið yfir mörk hjá öðru pari, sem var mun yngra og reynsluminna. Hann segist hafa reynt að ræða við manninn og þeir endað með að hnakkrífast, hann segir manninn hafa sagt að aldur væri afstæður á meðan Ingólfur hélt því fram að aldur og reynsla skipti miklu máli, sérstaklega í svona aðstæðum.

Ingólfur og Ósk segja að þau viti einnig til þess að þetta par hafi ekki borgað sumum klámstjörnum sem þau hafa unnið með og hafi þannig reynt að græða á ungum og nýjum aðilum sem eru að feta sín fyrstu skref á miðlinum.

„Það eru ekkert allir sem eru með þinn besta hag fyrir brjósti í þessum bransa,“ segir Ingólfur.

„Það er mjög mikið af eitruðu umhverfi í kringum þetta á Íslandi líka. Eins og ég hef sagt við hana, við tölum mikið um jákvæðu hlutina en það eru líka neikvæðir hlutir sem maður má tala um.“ Ósk tekur undir og segir að engin vinna sé dans á rósum.

Þau segja eins og staðan sé núna þá séu þetta einu svörtu sauðir bransans sem þau séu meðvituð um.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun