fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fókus

„Ég er enn að kljást við taugaveiklun, þráhyggju, depurð og ringulreið eftir þennan tíma“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. mars 2022 14:30

Dagbjört Rúriks. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir, sem gengur undir listanafninu Día, var að gefa út nýtt lag í dag og textamyndband.

Lagið heitir „Rauðu flöggin“ og er væntanlegt á Spotify 8. apríl næstkomandi. Þann 15. apríl verður karíókí útgáfa af laginu aðgengileg á YouTube.

„Hér er ég nýbúin að fá verkið í hendurnar sem að listakonan Sigríður Björg Þorsteinsdóttir málaði í tilefni lagsins,“ segir Dagbjört. Instagram: @artistsiggasiggasigga

Dagbjört samdi lagið ásamt gítarleikaranum Emil Hreiðari Björnssyni. „Textinn í laginu er saminn um tíma í mínu lífi þar sem ég fann mig í óheilbrigðum aðstæðum,“ segir Dagbjört.

„Ég hunsaði mestmegnis verndandi röddina innra með mér, sem var að reyna að leiða mig í rétt átt allan þennan tíma. Röddina sem ég kalla Guð, en aðrir kalla æðri mátt eða innsæi til dæmis,“ segir hún.

Día. Aðsend mynd.

„Meðvirkni og þráhyggja réðu för þar til ég fékk nóg og leyfði Guð loks að ráða í staðinn. Stuttu eftir það komst ég út úr aðstæðunum, eftir þó nokkrar tilraunir til að koma mér í burtu.“

Dagbjört segir að hún sé enn að glíma við erfiðleika. „Ég er enn að kljást við taugaveiklun, þráhyggju, depurð og ringulreið eftir þennan tíma. En ég veit þó að ég valdi rétt. Tilgangur lagsins er fyrst og fremst að hvetja aðra til að standa með sjálfum sér og eltast við það sem er heilbrigt og gott fyrir mann.“

Þú getur fylgst með Dagbjörtu á Instagram. Hlustaðu á lagið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Melinda Gates neitar að fjármagna fyrirtæki dóttur sinnar

Melinda Gates neitar að fjármagna fyrirtæki dóttur sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessir líklegastir til að taka við hlutverki James Bond- Tom Holland var of mikið krútt

Þessir líklegastir til að taka við hlutverki James Bond- Tom Holland var of mikið krútt
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærasta Þórdísar Elvu er heimsfræg kanadísk poppstjarna

Kærasta Þórdísar Elvu er heimsfræg kanadísk poppstjarna