fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fókus

Nýja kærastan 15 árum yngri og skuggalega lík litlu systur fyrrverandi

Fókus
Föstudaginn 11. mars 2022 14:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Scott Disick er sagður vera kominn með nýja kærustu, 23 ára gamla raunveruleikastjörnu en hann sjálfur hefur getið sér gott orð í raunveruleikasjónvarpi og er hvað þekktastur fyrir að vera fyrrverandi kærasti og barnsfaðir Kourtney Kardashian úr Keeping Up With The Kardashians.

Síðan Scott og Kourtney hættu saman hefur hann verið í nokkrum samböndum, síðasta kærasta hans var tvítug, fyrirsætan Amelia Hamlin.

Sjá einnig: Tvítuga kærastan fékk nóg – Í sundur eftir að umdeildu einkaskilaboðin fóru í dreifingu

Nú er hann sagður vera að slá sér upp með Holly Scarfone, sem vakti mikla athygli í raunveruleikaþáttunum Too Hot To Handle á Netflix.

Sést hefur til parsins nokkrum sinnum og svo virtust þau staðfesta orðróminn á Instagram í gær. Holly birti mynd af sér á nærfötunum og skrifaði Scott við myndina: „Ætlarðu ekki að þakka mér fyrir myndina?“

Holly bætti þá við textann við myndina: „[Scott Disick] tók myndina.“

Þessi færsla er ekki það eina sem hefur vakið athygli en útlit Holly hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki, þá aðallega vegna þess hversu lík hún er yngri systur Kourtney Kardashian, Kylie Jenner.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum