fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fókus

Lögunum úr Söngvakeppninni lekið á netið – Reykjavíkurdætur, Haffi Haff og Óskarsverðlaunahafi meðal þátttakenda

Fókus
Laugardaginn 5. febrúar 2022 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögunum úr Söngvakeppni RÚV, sem hefst 26. febrúar næstkomandi, hefur verið lekið á netið, en þau hafa verið birt á síðunni eurovisionfun.com bæði í íslenskri og enskri útgáfu.

Lögin verða formlega kynnt hjá RÚV í kvöld og því lekinn á óheppilegum tíma. Fréttablaðið greinir frá lekanum og rifjar upp að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkur leki á sér stað, en það hafi líka átt sér stað árið 2018 en þá hafi stjórnendur keppninnar sagt að aðgerðir yrðu hertar til að tryggja leynd.

Marketa Irglova hlaut Óskarsverðlaun árið 2008 ásamt Glen Hansard fyrir besta frumsamda lagið

Eins má minnast þess þegar framlag Daða og Gagnamagnsins lak á netið á síðasta ári nokkrum dögum áður en það var frumflutt.

Leynd hefur hvílt yfir því hvaða flytjendur taka þátt í keppninni í ár, en þó hefur því verið lekið að Reykjavíkurdætur væru þar á meðal. Athygli vekur að Óskarsverðlaunahafinn Marketa Irglova sem búsett hefur verið á Íslandi undanfarin ár er með framlag í keppninni

Lestu viðtalið: Óskarsverðlaunahafinn í Vesturbænum

 

Listamennirnir sem taka þátt í Söngvakeppninni í ár eru:

Haffi Haff 

Hanna Mia & The Astrotourists

Suncity & Sanna

Katla

Markéta Irglová

Reykjavíkurdætur

Stefán Óli

Stefanía Svavarsdóttir 

Amarosis

Lögin má svo heyra hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 1 viku

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“