fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fókus

Bubbi og Steiney deila um sjálfsfróun kvenna: „Ekki nóg að fara bara með höndina ofan í buxurnar mínar“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 8. janúar 2018 12:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir enga þörf á því að kenna ungmennum sjálfsfróun. Þetta segir Bubbi á Twitter-síðu sinni. Því mótmælir Steiney Skúladóttir Reykjavíkurdóttir. Umræðan hófst eftir að Indíana Rós, mastersnemi í kynfræði, tilkynnti á Twitter að hún væri tilbúin að taka að sér kennslu, þar á meðal um sjálfsfróun.

„Takk Bubbi fyrir að útskýra þetta fyrir mér, og mínum litla konuheila“

„PSA: kennarar, félagsmiðstöðvarstarfsmenn og aðrir gestir – ég er á landinu út janúar og er laus í fræðslur, t.d um sjálfsfróun! Endilega endið á mig línu í DM and spread the word,“ skrifaði Indíana.

Bubbi svarar þessu og segir alla fæðast með þá þekkingu. „Vissir þú ekki þú fæðist með þá þekkingu að fara með lófann í klofið um leið og þú getur, þar er ekkert að kenna því miður,“ skrifar Bubbi.

Steiney svarar þessu og segir: „Segðu mér endilega meira um sjálfsfróun kvenna Bubbi!“ Bubbi sér ekki mikla ástæðu til þessu og skrifar til baka: „Ekki veit hvers vegna þú biður mig um það en nei hef ekki áhuga á því þú hlýtur að geta fundið einhvern annan en mig til þess og ég hef ekki verið að tjá mig um það“.

Þá segir Indíana einnig um þetta innlegg Bubba:

„Hér með tilkynnist það að èg er hætt með kynfræðslur og hætt í master í kynfræði. Einnig hef ég dregið til baka BSc ritgerð mína um sjálfsfróun og sent afsökunarbeiðni á alla þá sem hafa fengið fræðslu. Takk Bubbi fyrir að útskýra þetta fyrir mér, og mínum litla konuheila“

Þá skýrir Steiney mál sitt betur og segir hún fulla ástæðu til að kenna ungum stúlkum rétt handtök. „Því þú varst að segja að það þurfi ekki að kenna neitt um sjálfsfróun eins og þú vitir eitthvað um sjálfsfróun kvenna. Er bara mjög forvitin að vita hvaða þekkingu þú fæddist með? Því ég þurfti að læra mjög margt, var ekki nóg að fara bara með höndina ofan í buxurnar mínar,“ segir Steiney.

Bubbi á svo síðasta orðið og segir: „Ef þú skilur ekki húmor, þá get ég ekki hjálpað þér góðar stundir“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Play pop-up markaður í Mosfellsbæ í dag

Play pop-up markaður í Mosfellsbæ í dag