Everton hefur staðfest ráðningu sínu á Frank Lampard en hann tekur við af Rafa Benitez.
Lampard gerir tveggja og hálfs árs samning við Everton en hann hefur verið í fríi frá fótboltanum í eitt ár.
Lampard tók við Derby árið 2018 og ári síðar tók hann við Chelsea. Hann var í 18 mánuði stjóri Chelsea en var svo rekinn.
Duncan Ferguson stays on at Everton. This means he will now have worked under Martinez, Koeman, Allardyce, Silva, Ancelotti, Benitez and now Lampard. Does this mean he is happy simply being a permanent staff member because he will not get the big job until he proves himself?
— Phil McNulty (@philmcnulty) January 31, 2022
Everton hefur síðustu vikur leitað að eftirmanni Benitez og að lokum varð Lampard fyrir valinu.
Paul Clement, Joe Edwards og Chris Jones verða aðstoðarmenn Lampard hjá Everton. Viðtal við hann eftir undirskrift er hér að neðan.
Þá verður Duncan Ferguson áfram í þjálfarateymi Everton.