fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Sakar Íslandsvininn Mason Greenwood um hrottalegt ofbeldi – Man Utd bregst við með yfirlýsingu

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. janúar 2022 10:05

Mason Greenwood

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood, sóknarmaðurinn efnilegi hjá Manchester United, hefur verið sakaður um hrottalegt ofbeldi á samfélagsmiðlum. Ung kona að nafni Harriet Robson, sem var kærasta Greenwood, birti færslu á Instagram-síðu sinni þar sem sjá hana með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér. „Til allra þeirra sem vilja sjá hvað Mason Greenwood gerir mér,“ skrifar Robson. Að auki birtir hún ógeðfellda hljóðupptöku þar sem heyra má aðila, sem hún heldur fram að sé Greenwood, hóta henni ofbeldi ef hún stundar ekki kynlíf með honum.

Skjáskot úr myndbandinu

Robson eyddi færslunni fljótlega eftir að hún birtist en hún var skömmu síðar komin í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum.

Manchester United brást hratt við og gaf út yfirlýsingu þar sem fram kom að klúbburinn væri meðvitaður um myndirnar og þær ásakanir sem væru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Ekki verði brugðist frekar við þeim fyrr en málið hafi verið skoðað nánar. Þá var tekið fram að klúbburinn fordæmi hverskonar ofbeldi. Þá hefur lögreglan í Manchester einnig gefið út yfirlýsingu þess efnis að áskanirnar séu komnar inn á þeirra borð.

Greenwood er talinn einn efnilegasti leikmaður Englendinga en hann hefur verið duglegur við að koma sér í vandræði utan vallar. Hinar nýju ofbeldisásakanir gætu sett feril leikmannsins í uppnám reynist þær sannar.

Sjá einnig: Eftir einnar nætur gaman í Reykjavík er Greenwood nú í klípu hjá United

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu