fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Matur

Ómótstæðilegar belgískar vöfflur með helgarkaffinu

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 29. janúar 2022 08:47

Ómótstæðilegar belgískar vöfflur sem passa fullkomlega með helgarkaffinu./LJÓSMYNDIR BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkert er betra en ilmur af nýbökuðum vöfflum, ilmurinn er svo lokkandi. Hér er á ferðinni ómótstæðilega ljúffeng uppskrift af belgískum vöfflum úr smiðju Berglindar Hreiðars hjá Gotterí og gersemar sem eru fullkomnar fyrir helgarkaffið. Þetta er frumraun Berglindar í bakstri á belgískum vöfflum og óskaði hún eftir uppskriftum í Instastory og fékk heilan helling af uppskriftum. Þessi uppskrift var sú sem heillaða Berglindi og dómnefnd hennar, fjölskylduna og nágranna. Berglind toppar vöfflurnar með jarðarberjum og bönunum, súkkulaði- og hnetusmjöri, karamellukurli og loks er það ísinn eða rjóminn sem toppar sælkeravöfflurnar.

Belgískar vöfflur

Vöffludeigið

  • 150 g smjörlíki við stofuhita
  • 120 g sykur
  • 3 egg
  • 3 tsk. vanilludropar
  • ½ tsk. salt
  • 380 g hveiti
  • 4 tsk. lyftiduft
  • 450 ml nýmjólk

Topping

  • So Vegan So Fine súkkulaði- og hnetumjör (eða aðrar bragðtegundir sem þið óskið ykkur)
  • Ís eða rjómi
  • Driscolls jarðarber
  • Banani
  • Hnetukurl

Aðferð

  1. Þeytið saman smjörlíki og sykur þar til létt og ljóst.
  2. Bætið eggjunum saman við einu í einu og skafið niður á milli ásamt vanilludropunum.
  3. Blandið öllum þurrefnum saman í aðra skál og bætið varlega saman við smjörblönduna.
  4. Hellið mjólkinni að lokum saman við og skafið niður og hrærið þar til slétt deig myndast.
  5. Steikið vöfflur í þar til gerðu vöfflujárni og berið fram með So Vegan So Fine súkkulaði- og heslihnetusmjöri, ís/rjóma og ávöxtum, toppið með hnetukurli ef þess er óskað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival