fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Neitar að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni – Gæti kostað hann lífið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 07:00

DJ Ferguson á sjúkrahúsinu. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DJ Ferguson, 31 árs Bandaríkjamaður, hefur bráða þörf fyrir að fá nýtt hjarta. Röðin var komin að honum að fá hjarta en nú hefur hann verið tekinn af lista yfir þá sem eiga að fá líffæragjöf. Ástæðan er að hann neitar að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

CBS Boston skýrir frá þessu. Fram kemur að DJ hafi átt að gangast undir hjartaígræðslu á Brigham and Women‘s Hospital í Boston en hafi verið tekinn af biðlista, þar sem hann var fremstur, af því að hann vill ekki láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

Faðir hans, David Ferguson, segir að DJ hafi bráða þörf fyrir að fá nýtt hjarta en standi fastur á því að láta ekki bólusetja sig. Bólusetning myndi tryggja honum sæti á biðlistanum á nýjan leik.

„Þetta er svolítið á móti grundvallarhugsjónum hans því hann trúir ekki á þetta. Þetta er pólitík sem þeir eru að framfylgja og af því að hann vill ekki láta bólusetja sig er búið að taka hann af biðlistanum eftir hjartaígræðslu. Sonur minn er við dauðans dyr af því að hann stendur fast á sínum skoðunum,“ sagði David.

Talsmaður sjúkrahússins, sem er háskólasjúkrahús á vegum Harvard, sagði að samkvæmt reglum sjúkrahússins um líffæraígræðslur þurfi líffæraþegar að fá tvo skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni áður en þeir gangast undir líffæraígræðslu. Þetta séu sömu reglur og gildi annars staðar í landinu. Bólusetning sé nauðsynleg til að auka líkurnar á að líffæraígræðsla takist vel og að sjúklingurinn lifi hana af.

Fjölskylda DJ hefur íhugað að flytja hann á annað sjúkrahús þar sem ekki eru gerðar sömu kröfur um bólusetningu en óttast að hann lifi flutninginn ekki af. „Við erum að skoða alla möguleika en tíminn er að renna frá okkur,“ sagði David.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?