fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Ragnar birtir myndbandið af sér í Wipeout brautinni – „Að þú skulir hafa lifað þetta af!“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 12:06

Myndir: Twitter/@raggiey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Eyþórsson, framleiðandi hjá RÚV, var einn af þeim Íslendingum sem tóku þátt í íslensku útgáfunni af Wipeout fyrir 12 árum síðan. Þar sem Ragnari fannst miðvikudagurinn í dag vera frekar mánudagslegur þá ákvað hann að birta myndbandið af því þegar hann reyndi við brautina með boxveggnum og rauðu boltunum.

„Þar sem það er mikill mánudagur í lofti þá smelli ég þessu aftur á netið. Í dag eru 12 ár síðan þessi klippa sást fyrst… og ég er enn að ná drullunni úr eyrunum,“ segir Ragnar með myndbandinu sem hann birti á Twitter-síðu sinni.

Áður en Ragnar fór af stað í brautina sagðist hann ætla að sækja innblástur í kasakstönsku útgáfuna af Wipeout og bruna bara í gegn. „Það klikkar ekki,“ sagði hann svo en það átti þó eftir að klikka smá hjá honum eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Myndbandið vakti athygli Felix Bergssonar sem furðar sig á því að Ragnar sé enn á lífi eftir þetta. „Að þú skulir hafa lifað þetta af!“ skrifar Felix í athugasemd við færslu Ragnars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Matthías Páll selur Kópavogskastalann

Matthías Páll selur Kópavogskastalann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“