fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Spænski boltinn: Real Madrid kom til baka og náði jafntefli

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 23. janúar 2022 17:45

Carlo Ancelotti og Florentino Perez / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Elche í nokkuð skemmtilegum og fjörugum leik. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Lucas Boye kom gestunum yfir á 42. mínútu og leiddi Elche með einu marki er flautað var til hálfleiks.

Pere Milla tvöfaldaði forystu Elche óvænt á 76. mínútu þrátt fyrir látlausar sóknir heimamanna. Þeir gáfust þó ekki upp en Luka Modric minnkaði muninn á 82. mínútu og Eder Militao jafnaði metin í uppbótartíma.

Real Madrid er á toppi deildarinnar með 50 stig, fjórum stigum á undan Sevilla öðru sæti. Elche er í 15. sæti deildarinnar með 23 stig.

Real Madrid 2 – 2 Elche
0-1 Lucas Boye(´42)
0-2 Pere Milla (´76)
1-2 Luka Modric (´82)
2-2 Éder Militao (90+2)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skellt í lás á hinu glæsilega hóteli fyrir íslensku stjörnurnar – Hér dvelja þær næstu vikur

Skellt í lás á hinu glæsilega hóteli fyrir íslensku stjörnurnar – Hér dvelja þær næstu vikur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur