fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Vinnuveitendurnir ætla að losa sig við hann í sumar vegna óvissu um aldur – Fjögur mismunandi fæðingarár komið fram

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 14:00

Chancel Mbemba.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Porto ætlar að leyfa varnarmanni sínum, Chancel Mbemba, að fara frítt frá félaginu þegar samningur hans rennur út í sumar vegna óvissu með aldur hans.

Á blaði er Mbemba 27 ára gamall en svo gæti verið að hann sé í raun sex árum eldri.

Árið 2013 greindi CNN frá því að fjórir fæðingardagar Mbemba hefðu komið fram. Voru þeir á bilnu 1988 til 1994.

Hjá þeim tveimur félögum sem leikmaðurinn spilaði með í heimalandi sínu, Kongó, fæðingardagur hans skráður 1988.  Árið 2011 var fæðingardagur hans svo skráður 1991. Það var fyrir leik með Kongó í undankeppni Afríkukeppninnar. Þá var hann skráður fæddur 1994 þegar hann skrifaði undir hjá Anderlecht. Hann fór svo til Newcastle árið 2015, þá 21 árs gamall, miðað við að hann hafi verið fæddur árið 1994.

Mbemba í baráttu við Eden Hazard í leik með Newcastle. Mynd/Getty

Sjálfur hefur Mbemba áður sagst vera fæddur 1990. Það sem flækir málið enn frekar er að hann hefur einnig sagst hafa gengist undir prófanir sem sýndu fram á að hann væri fæddur 1994.

FIFA hóf að rannsaka málið fyrir níu árum. Þá viðurkenndi meðlimur í knattspyrnusambandi Kongó að að fæðingaári Mbemba haf verið breytt í 1991 svo hann gæti leikið með U-23 ára landsliðinu á Ólympíuleikunum í Lundunúm árið 2012.

AC Milan er talið hafa haft áhuga á því að krækja í Mbemba en hætt við þegar þeir komust að því að óvissa væri um aldur hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga