fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Fyrrum liðsfélagi Suarez og Gerrards vonar að þeir leiði hesta sína saman á ný hjá Aston Villa – ,,Ég veit að hann elskar Gerrard“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 09:30

Gerrard og Suarez á góðri stundu hjá Liverpool/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dirk Kuyt, fyrrum leikmaður Liverpool, vonast til þess að Luis Suarez gangi til liðs við Aston Villa og spili þar undir stjórn síns gamla liðsfélaga, Steven Gerrard sem er nú knattspyrnustjóri liðsins.

Kuyt sem spilaði á sínum tíma bæði með Suarez og Gerrard hjá Liverpool segir að sá fyrrnefndi elski Gerrard.

Suarez hefur verið orðaður við brottför frá Atlético Madrid að undanförnu en hann hefur ekki verið í eins stóruhlutverki hjá liðinu og oft áður.

,,Ég vona að hann snúi aftur í ensku úrvalsdeildina en ég er ekki viss hvort það gerist,“ sagði Dirk Kuyt í samtali við Talksport.

Kuyt segir að Suarez hafi átt möguleika á því að snúa aftur til Englands þegar að hann var við það að yfirgefa herbúðir Barcelona en hann ákvað síðan á endanum að vera áfram á Spáni.

,,Ég veit að hann elskar Gerrard og vill ábyggilega vinna með honum aftur,“ sagði Dirk Kuyt, fyrrum leikmaður Liverpool.

Suarez hefur áður sagt að það gæti reynst honum mjög erfitt að spila fyrir annað lið en Liverpool á Englandi. En sú staðreynd að Steven Gerrard, goðsögn í sögu félagsins stýrir nú Aston Villa gæti auðveldað honum að ganga í raðir Aston Villa.

Kuyt spilaði með Suarez yfir tvö tímabil hjá Liverpool og hefur aðeins góða hluti um hann að segja.

,,Hann er frábær náungi. Ég lærði mikið af honum sem leikmaður en einnig sem manneskja. Sigurhugarfar hans er magnað.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist