Samkvæmt frétt The Guardian, hefur Anthony Martial, sóknarmaður Manchester United hafnað því að ganga til liðs við Tottenham og Newcastle United.
Martial vill ólmur komast frá Manchester United og raunar Bretlandseyjum í heild sinni.
Samkvæmt Daily Mail er Martial að bíða eftir tækifærinu til þess að spila annarsstaðar en á Englandi.
Líklegast er talið að Martial muni fara á láni til annars liðs í janúar en liðið þyrfti þá að greiða honum full laun sem eru rúm 150 þúsund pund á viku. Einnig vill Manchester United fá smá greiðslu fyrir lánssamninginn.
Sevilla, Barcelona og Juventus hafa öll verið orðuð við leikmanninn en fróðlegt verður að sjá hvort honum takist ætlunarverk sitt, að komast frá Manchester United í janúar.