fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Þorbjörgu leið illa yfir að spjalla við banamann sonar síns í Bónus – „Fyrirgefningin virkaði ekki svona“

Fókus
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 11:00

Þorbjörg Finnbogadóttir og mynd af syni hennar heitnum, Magnúsar Freys Svein­björns­sonar. Myndir/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörg Finnbogadóttir missti son sinn fyrir tæpum tuttugu árum þegar hann lést eftir alvarlega líkamsárás tveggja manna í miðbæ Reykjavíkur. Sonur hennar hét Magnús Freyr Sveinbjörnsson og var rétt rúmlega tvítugur þegar hann lést.

Báðir banamenn hans voru dæmdir fyrir árásina og annar þeirra, sem hlaut þyngri dóm, Baldur Freyr Einarsson, gaf út bókina Úr heljargreipum fyrir síðustu jól. Bókin er sögð vera ævisaga Baldurs og í henni fjallar hann um árásina á Magnús. Þorbjörg segir hann fara með rangt mál um árásina, sem meðal annars stangast við dóm hæstaréttar.

Sjá einnig: Móðir Magnúsar heitins segir Baldur sverta minningu sonar síns – „Ég var úti í búð og sá þar andlitið á honum í öllum hillum“

Þorbjörg er á forsíðu nýjasta tölublaðs Vikunnar. Hún ræðir um Magnús, ónotatilfinninguna sem hún hafði daginn sem hann dó, augnablikið sem hann tók síðasta andardráttinn og hvernig hún fór að því að fyrirgefa Baldri.

„Þegar ég ákvað að fyrirgefa Baldri var það í raun Maggi sem leiddi mig út í það,“ segir hún. Fyrst eftir að Magnús dó fann Þorbjörg mikið fyrir honum, og fór að finna aftur mikið fyrir honum á meðan hún gengur í gegnum sorgarferlið í sambandi við útgáfu bókar Baldurs.

Þorbjörg rifjar það upp þegar hún fyrirgaf Baldri. Hún var stödd á Kotsmóti, sem er kristilegt fjölskyldumót. Vinkona hennar hafði beðið hana um að koma nokkrum sinnum en Þorbjörg aldrei treyst sér til þess þar sem hún vissi að Baldur yrði þar. En hún ákvað að mæta eitt árið.

„Næsta morgun er ég að búa mig undir að fara á mótið og finn að Maggi er hjá mér. Hann sagði: „Mamma, ég er búinn að fyrirgefa, nú er komið að þér.“ Ég pældi ekki mikið í þessu heldur fór bara á mótið og þá er ég aftur beðin um að fara á svið. Mér er sagt að Baldur sé á sviðinu og fólk vilji biðja fyrir okkur. Án minnstu umhugsunar sagði ég já. Svo fór ég á sviðið og ég sagði Baldri hvað Maggi hefði sagt við mig  og ég skyldi fyrirgefa honum. Svo var það bara búið og ég var líka alveg búin á taugum eftir þetta. Ég titraði eins og lauf í vindi þegar ég fór af sviðinu. En þetta hjálpaði mér heilmikið því ég var búin að burðast svo lengi með reiðina innra með mér og þarna hvarf hún,“ segir Þorbjörg og bætir við að það hefði verið gott að losna við reiðina og það hefði verið eini tilgangurinn með þessu.

„Ég ætlaði ekki að verða vinkona Baldurs heldur ætlaði ég eingöngu að gera lífið auðveldara fyrir mig sjálfa. Baldur virtist hins vegar halda að ég væri búin að taka hann í sátt og eitt skipti sá ég hann í Bónus þar sem hann kom til mín og spjallaði um daginn og veginn, eins og ekkert hefði í skorist. Það var ekki fyrr en ég var komin út úr búðinni sem ég áttaði mig á því hvað mér leið illa. Ég talaði við prestinn hérna í Keflavík sem sagði við mig að fyrirgefningin virkaði ekki svona, ekki eins og Baldur virtist greinilega halda. Hún sagðist þekkja til og skyldi láta tala við hann svo þetta myndi ekki endurtaka sig. Ég fyrirgaf honum ekki hans vegna, heldur eingöngu mín vegna. Höfum það alveg á hreinu.“

Þorbjörg ræðir nánar um árásina, Magnús, bókina hans Baldurs ásamt öðru í nýjasta tölublaði Vikunnar sem má nálgast á Birtíngur.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“