fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Hringaberinn stal senunni í brúðkaupinu – „Mögulega hægasta ganga upp að altarinu í sögunni“

Fókus
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 14:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Ericka og Jay játuðust hvoru öðru í fyrra í fallegri athöfn í grasagarði í Arizona Bandaríkjunum. Að bandarískum sið er það gjarnan brúðurin sem á að njóta athyglinnar á þessum stóra degi en Ericka átti þó ekki roð í hringaberann, Tom. The Sun greinir frá.

Hringaberinn var ekki snar í snúningum og þurfti því að spila tvö heil lög á meðan Ericka gekk upp að altarinu. Það gerði þó ekki að sök og er í reynd fullkomlega eðlilegt í ljósi þess að hringaberinn Tom, er skjaldbaka.

„Þetta var mögulega hægasta ganga upp að altarinu í sögunni. Við höfðum tekið tímann á honum á æfingum til að sjá hversu langan tíma það tæki hann og ákváðum á endanum að spila tvö lög svo við hefðum nægan tíma.“

Ericka og Jay eru bæði dýralæknar og deila ást á skjaldbökum. Þau meira að segja hittust við rannsóknir á villtum eyðimerkur skjaldbökum.

„Það eina sem ég óttaðist var að ef einhver gestur væri með naglalakk að hann sæi það og héldi að þetta væru ávextir en þá gæti hann villst af leið sinni og reynt að narta í nokkrar tær. Sem betur fer gerðist það ekki.“

Ericka segir að Tom sé mjög félagslyndur og sísvangur. Þetta kom sér vel því til að halda Tom við efnið var leið hans merkt með jarðarberjum.

„Hann borðar aðallega hey og þurra hluti því hann er eyðimerkurtegund svo hann á ekki að borða mikið af ávöxtum en þar sem hann elskar jarðarber þá vissum við að þetta væri skotheld leið til að fá hann til að ganga upp að altarinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“