fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Sjáðu Ronaldo í dulargervi á leið út á lífið – „Þetta var besta kvöld lífs míns“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo segir að kvöldið sem hann skellti sér út á lífið í dulargervi sé eitt besta kvöld lífs hans. Ronaldo gerði þetta þegar hann var í herbúðum Real Madrid.

Það er ekki einfallt mál að fara á meðal fólks þegar þú ert einn frægasti einstaklingur í heimi. Ronaldo þekkir það vel.

„Það var gamlárskvöld, ég og Ricardo vinur minn ákváðum að fara út á lífið. Ég sagði honum að við yrðum að fara á diskótek, það væri gamlárskvöld,“ sagði Ronaldo.

Ronaldo til vinstri.

Vinur hans var á sama máli en lagði til að þeir færu í dulargervi. „Hann sagði að við yrðum að finna hárkollur, mottu og jakka.“

„Við keyptum alvöru hárkollu, þetta var miklu betra hár en ég er með.“

Kvöldið byrjaði vel en fljótlega fór einn og einn að taka eftir því að þetta væri Ronaldo. „Við fórum á bar á hóteli í miðborg Madrídar. Ég sagði við vin minn að við yrðum að tala bara ensku.“

„Svo fórum við á barinn og ég talaði portúgölsku við Ricky. Þá var maður fyrir aftan mig sem sagði að þetta væri Cristiano.“

„Ég var pirraður og þessi drengur lét alla á barnum vita að þetta væri ég. Við vorum þarna í þrjá tíma. Þetta var eitt besta kvöld lífs míns. Ég var svo frjáls.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga