fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Stefnur og straumar í svefnherberginu – Svona verður kynlífs-tískan árið 2022

Fókus
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlíf og allt sem því tengist er sífellt að verða minna og minna feimnismál, enda kominn tími til. Hjá mörgum er kynlíf eitt af grunnþörfunum og því fullkomlega eðlilegt að hægt sé að ræða um það alveg eins og við ræðum um hvað við borðum. Þessa breytingu sjá skýrt á gífurlegu framboði af kynlífstækjum og leikföngum en eftirspurnin eftir slíku er svo mikil að verslunum sem bjóða upp á slíkt hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og er samkeppnin hörð – en við neytendur kvörtum svo sem ekki undan því.

Það ætti því ekki að koma á óvart að tískustraumar hafi núna náð inn í svefnherbergið. En vefsíðan Lovehoney tók saman hvaða stefnur og straumar ættu að vera áberandi í byggðum og þá sérstaklega bólum á þessu ári þegar kemur að kynlífinu.

Umhverfisvæn kynlífsleikföng

„Umhverfisvænt kynlífs felur í sér að velja leikföng sem er hægt að hlaða og eru gerð úr gæðaefni sem endist árum, jafnvel áratugum saman,“ segir kynlífsfræðingurinn Jessica O’Reilley.

Neytendur eru nú í auknum mæli farnir að velja sér vörur út frá umhverfissjónarmiðum og telja sérfræðingar að þetta muni einnig eiga við um kynlífstækin. Þar af leiðandi má merkja að framleiðendur kynlífstækja og tóla eru í auknum mæli farnir að merkja vörur sínar sem umhverfisvænar, herða reglur um framleiðslu og gæta þess að nota engin skaðleg efni við framleiðsluna.

Kynlíf án aðgreiningar

Sérfræðingarnir hjá Lovehoney telja að aukin áhersla verði á árinu á að kynfræðsla og kynlífstæki verði aðgengileg öllum, sérstaklega eigi breytingar eftir að eiga sér stað hvað kemur fólki sem er með fötlun.

Sögulega hafi þjónusta við fólk með fötlun ekki falið í sér kynfræðslu eða fræðslu um kynferðislega unun. Sú breyting hafi þó átt sér stað undanfarin ár að kynfræðsla og markaðssetning á kynlífstækjum taka mið af jákvæðni í garð kynlífs (e. sex positive) og hafa sérfræðingar tekið eftir auknu ákalli um að slík jákvæðni nái einnig til jaðarsettra hópa.

„Eftirspurnin mun leiða til frábærrar framþróunar í kynlífstækni á næstu árum sem mun gera kynferðilega ánægju meira aðgengilega.“

Sjálfsfróun sem verkjastilling

Það er oftast ánægjulegt að stunda sjálfsfróun, eins og margir vita, en nýlegar rannsóknir hafa bent til þess að fróun megi nota í öðrum tilgangi en að sanna orðatiltækið sjálfs er höndin hollust. Sjálfsfróun sé nefnilega góð leið til að slá á verki.

Framleiðendur vinsæla kynlífstækisins Womanizer gerðu könnun árið 2020 þar sem viðskiptavinir voru spurðir hvort að sjálfsfróun dregið úr túrverkjum og svarið var skýrt – JÁ.

90 prósent þátttakenda mæla með sjálfsfróun til að berjast gegn túrverkjum og nærri helmingur þeirra, 42 prósent, mæla með sjálfsfróun frekar en verkjalyfjum.

Siðferðislegt fjölkvæni

Fleiri og fleiri eru farnir að hafna gamaldags hugmyndafræði um einkvæni. Það er að eiga aðeins í kynferðislegu eða rómantísku sambandi við einn aðila í einu. Siðferðislegt fjölkvæni (e. Ethical NonMonogamy) er regnhlífarhugtak sem nær yfir mikið af óhefðbundnum sambandsformum sem tíðkast í auknum mæli í dag, svo sem fjölástir, makaskipti og opin sambönd.

„Skilgreiningin á því hvað telst vera „gott“ samband er að breytast,“ segir sambands- og kynlífsráðgjafinn Christine Rafe. „Fólk er nú farið að horfa frekar á það hvað gerir það hamingjusamt út fra þeirra eigin skilgreiningum. Þetta þýðir ekki að langtíma einkvæni geti ekki fullnægt þörfum fólks (með góðum samskiptum, virðingu og vilja til að læra) en ég hef tekið eftir þvi að fólk er farið að velta því fyrir réttmæti hugtaksins um „hinn eina rétta maka“. Það er felst mikil valdefling og frelsi í því að skapa okkar eigin útgáfu af samböndum, þá útgáfu sem gefur okkur mesta tengingu, unun og gleði.“

Frétt news.com.au

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum

Starfsmaður skemmtiferðaskips birti mynd af launaseðlinum sínum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Ragnhildur gagnrýnir „ofurfyrirsætusnarlið“ sem fer sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum