fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Frakkar skipta kórónupassa út með bólusetningarvottorði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. desember 2021 05:44

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frakkar eru nú að herða sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Þeir hafa til dæmis tekið upp kröfu um að fólk verði að vinna heima hjá sér minnst þrjá daga í viku og notkun á andlitsgrímum hefur verið gerð að skyldu víða. Ríkisstjórnin hefur einnig í hyggju að gera að kröfu að fólk framvísi bólusetningarvottorði ef það vill fá aðgang að opinberum stöðum. Þá verður ekki lengur nóg að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku.

Jean Castex, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á fréttamannafundi á mánudaginn. Þingið verður að samþykkja þetta áður en hægt verður að gera þetta að skyldu. Ef þingið samþykkir frumvarp ríkisstjórnarinnar þá tekur það gildi 15. janúar.

Castex sagði einnig að refsingar verði þyngdar fyrir að falsa bólusetningarvottorð. Nú eru tugir þúsunda falsaðra bólusetningarvottorða í umferð í landinu að hans sögn.

Hann sagði einnig að framvegis verði fólki hugsanlega gert skylt að nota andlitsgrímur utanhúss í borgum og bæjum landsins. Það verði á valdi bæjar- og borgarstjórna að ákveða það. Einnig verður bannað að neyta matar og drykkjar í kvikmyndahúsum og opinberum göngutækjum.

Fjöldi smita er nú í hæstu hæðum í Frakklandi og hafa þau ekki verið fleiri síðan faraldurinn skall á fyrir tæpum tveimur árum.

Ríkisstjórnin ætlar nú að bjóða fólki upp á örvunarskammt af bóluefni gegn veirunni þegar þrír mánuðir eru liðnir frá því að það fékk skammt númer tvö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Í gær

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni

Fjögurra barna móðir skotin til bana – fór á rangt heimili í vinnunni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið