fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Óvænt þróun í baráttunni gegn lömunarveiki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. desember 2021 22:00

Svo virðist sem ekki hafi allt verið með felldu við bólusetningu barnanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí 2020 sendi Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, frá sér fréttatilkynningu þar sem dapurleg mynd var dregin upp af baráttunni gegn lömunarveiki. Heimsfaraldur kórónuveirunnar var nýskollinn á og óttast var að baráttan gegn lömunarveiki myndi falla í skuggann af honum.

„COVID-19 getur haft í för með sér að 2,4 milljónir barna deyi af völdum mislinga og lömunarveiki,“ sagði í fréttatilkynningunni. Einnig sagði að vegna heimsfaraldursins sýni þessir tveir bráðsmitandi sjúkdómar „nú aftur sitt ljóta andlit“.

Heilbrigðissérfræðingar um allan heim voru sama sinnis en nú er komið í ljós að þessar áhyggjur voru óþarfar. Fjöldi lömunarveikitilfella um allan heim hefur dregist svo mikið saman að jafnvel fagfólk, sem hefur tekið þátt í baráttunni gegn sjúkdómnum árum saman, á erfitt með að trúa eigin augum.

Sem betur fer er til bóluefni gegn lömunarveiki en ef svo væri ekki myndu mörg þúsund börn látast af völdum sjúkdómsins árlega. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO þá hafa aðeins Afganistan og Pakistan skráð tilfelli af lömunarveiki á þessu ári og þau eru örfá, það er hægt að telja þau á fingrum annarrar handar. Á síðustu árum hafa tilfellin verið 50 til 100 á ári í báðum þessum löndum en þau eru einu löndin þar sem sjúkdómurinn er landlægur.

Frá í ágúst hafa ekki fundist nein merki um lömunarveiki í sýnum sem voru tekin í skólpkerfum í báðum löndunum og það hefur vakið vonir um að sjúkdómurinn sé við að hverfa algjörlega af yfirborði jarðar. Aðeins einu sinni hefur WHO lýst því yfir að tekist hafi að útrýma sjúkdómi algjörlega en það var 1980 þegar bólusótt hafði verið útrýmt.

Í maí á síðasta ári lýsti WHO því yfir að tekist hefði að útrýma lömunarveiki í Afríku.

Sérfræðingar segja að aðalástæðan fyrir að lömunarveiki hafi ekki breiðst út að undanförnu sé að vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar sé fólk lítið á ferðinni og að félagsleg hegðun hafi breyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað